Nú er Sólmánuður hafinn
en hann hefst í 9. viku sumars,
oftast á bilinu 18. -24. júní.
Grasaferðir voru algengar
á þessum tíma og sum grös
til matar, drykkjar eða lækninga,
ráðlagt að tína fyrir 21. júní,
Sumarsólstöður eða 24. júní,
Jónsmessu.
Það er sannarlega ákveðið
streymi, flæði í náttúrunni og
lífinu öllu í Sólmánuði en við
upphaf hans má heyra dýr
tala og velta sér upp úr dögginni
og öðlast bæði heilun og skyggni,
segir þjóðtrúin. Og:flæðandi hjörtu
geisla gleði og nýrri von.
Ljósar nætur--Light nights--
vð fagran Dýrafjörð, gefa
lífinu við yzta haf dulúð
og dreymi, En í allri birtunni
hvar ekkki sjást skil dags
og nætur, kemur gjarnan
óregla á svefn og glíman
á daginn getur einkennst
af vissu svefnleysisástandi.
Dagur Sjösofenda rís við
fuglasöng og mjúklátt ölduvagg.
Gott að heita á þá við svefnleysi
m.a. og ráða í veður næstu vikur
en sunnar í álfunni þótti veður
á Sjösofendadegi,segja fyrir um
veður næstu 6 vikur á eftir.
Sjösofenda er þó helst minnst
sem andans manna í frumkristni
og boðbera nýrrar hugsunar
um líf og dauða: að lífið
haldi alltaf áfram og möguleiki
sé á lífi eftir dauðann.
Sjösofendurnir voru grísk
ungmenni sem sváfu í nær 200
ár á meðan ofsóknir gengu
yfir á hendur frumkristnum.
Þegar þeir vöknuðu, var þjóð
þeirra orðin kristin og,gátu þeir
sagt frá dvöl sinni í svefn-og
draumheimum. En að því loknu,
lögðust þeir aftur til svefns
og sofa nú sælir um alla eilífð.
Suður-kóreska skáldkonan,
Choi-Seung Ja, (1952-), er ein
kunnasta ljóðskáldið þar í landi.
Landar hennar hafa dvalið um
skeið við listsköpun, skriftir
ofl. í Dýraafirði, nánar tiltekið
í Blábankanum á Þingeyri
sem er nýsköpunar- og
samfélagsmiðstöð svæðisins.
Þangað hafa komið einstaklingar
af mörgum þjóðernum og
davlið til lengri eða skemmri tíma.
Í ljóðinu Til þín, yrkir Seung Ja
um flæðandi hjörtu:
Flæða hjörtu auðveldar en vindurinn
ég snerti enda greina þinna
Fljótlega fer ég inn í hjarta þitt
Ég vil vera auga fellibylsins sem deyr aldrei
#
|