Forsíđa   

 27.06.2023
 Svefn og dreymi í Dýrafirđi og flćđandi hjörtu...




Nú er Sólmánuður hafinn
en hann hefst í 9. viku sumars,
oftast á bilinu 18. -24. júní.
Grasaferðir voru algengar
á þessum tíma og sum grös
til matar, drykkjar eða lækninga,
ráðlagt að tína fyrir 21. júní,
Sumarsólstöður eða 24. júní,
Jónsmessu.


Það er sannarlega ákveðið
streymi, flæði í náttúrunni og
lífinu öllu í Sólmánuði en við
upphaf hans má heyra dýr
tala og velta sér upp úr dögginni
og öðlast bæði heilun og skyggni,
segir þjóðtrúin. Og:flæðandi hjörtu
geisla gleði og nýrri von.





Ljósar nætur--Light nights--
vð fagran Dýrafjörð, gefa
lífinu við yzta haf dulúð
og dreymi, En í allri birtunni
hvar ekkki sjást skil dags
og nætur, kemur gjarnan
óregla á svefn og glíman
á daginn getur einkennst
af vissu svefnleysisástandi.





Dagur Sjösofenda rís við
fuglasöng og mjúklátt ölduvagg.
Gott að heita á þá við svefnleysi
m.a. og ráða í veður næstu vikur
en sunnar í álfunni þótti veður
á Sjösofendadegi,segja fyrir um
veður næstu 6 vikur á eftir.

Sjösofenda er þó helst minnst
sem andans manna í frumkristni
og boðbera nýrrar hugsunar
um líf og dauða: að lífið
haldi alltaf áfram og möguleiki
sé á lífi eftir dauðann.

Sjösofendurnir voru grísk
ungmenni sem sváfu í nær 200
ár á meðan ofsóknir gengu
yfir á hendur frumkristnum.
Þegar þeir vöknuðu, var þjóð
þeirra orðin kristin og,gátu þeir
sagt frá dvöl sinni í svefn-og
draumheimum. En að því loknu,
lögðust þeir aftur til svefns
og sofa nú sælir um alla eilífð.





Suður-kóreska skáldkonan,
Choi-Seung Ja, (1952-), er ein
kunnasta ljóðskáldið þar í landi.
Landar hennar hafa dvalið um
skeið við listsköpun, skriftir
ofl. í Dýraafirði, nánar tiltekið
í Blábankanum á  Þingeyri
sem er nýsköpunar- og
samfélagsmiðstöð svæðisins.
Þangað hafa komið einstaklingar
af mörgum þjóðernum og
davlið til lengri eða skemmri tíma.

Í ljóðinu Til þín, yrkir Seung Ja
um flæðandi hjörtu:



Flæða hjörtu auðveldar en vindurinn
ég snerti enda greina þinna
Fljótlega fer ég inn í hjarta þitt
Ég vil vera auga fellibylsins sem deyr aldrei



#






Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18  19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA