Forsíđa   

 28.07.2023
 Stakkur Maríu og og góđir draumar



Nú um stundir eru grös og blómplöntur,
byrkningar, mosar, fléttur og þörungar
að ógleymdum sveppum, (sem teljast 
ekki lengur plöntur), á sínum hápunkti,
eða að nálgast hann á næstu vikum.
Heyannir á miðsumri og senn að ljúka.

Náttúrufræðingurinn og skáldið úr
Svefneyjum á Breiðafirði, 
Eggert Ólafsson, (1726-1768), 
orti um fögur grösin og kærkominn 
sumargróandann og hafði 
á orði að þá langaði engan 
út um heim að blína.



Sæt og fögur grösin gróa,
gleðja kindur, naut og jóa,
engjar tún og auðnir glóa
eftir boði skaparans
út um sveitir Ísalands;



Okkur er gjarnt að leita langt yfir skammt
og sjáum ekki það sem við blasir eins og
þær dásemdir grasa móður Jarðar
sem vaxa í nánasta umhverfi:

Krossanesborgir skammt utan Akureyrar
við þjóðveg 1 rétt utan við Byko,
er mikið gósenland plantna og fugla.
Og rölt um borgirnar hin ágætasta 
fræðslustund fyrir unga sem aldna 
í bæði grasafræð og fuglafræðii.
Borgirnar eru nú friðlýstur fólkvangur.




Í gegnum aldirnar hafa grös og 
blómplöntur veitt líkn og þraut
í veikindum og björg í bú og 
margvíslegar aðrar nytjar, s.s.
til litunar.

Ein slík planta sem sjá má
í Krossnesborgum, er kennd við 
stakk Maríu meyrjar, Hlíðarmaríustakkur,
og kallast Alchemilla á latnesku.
Lækningajurt sem  læknað getur ýmsa 
kvenlega kvilla eins og tíðaverki og 
talin auka frjósemi.
Daggardropar á blöðunum hafa verið 
kallaðir tár Maríu og reyndu alkemistar 
fyrri alda að vinna gull úr þeim!




Þjóðtrúin segir að setji maður Maríustakk 
undir koddann sinn, komi það í veg
fyrir martraðir og gefi góða drauma.



Gulmaðra er önnur algeng jurt sem
sjá má í Krossanesborgum.
Hún var líka kölluð Gullmaðra eða 
Maríusængurhjálmur - Lady's Bedshaw,
á fyrri tíð. En talið var að ilmandi 
gulmaðra hefði verið lögð í jötu 
Jesúbarnsins.


Seyði hennar var hressandi og
kallaði Eggert Ólafsson gulmöðruna,
Ólúagras en haft var að orðatiltæki:
maðran örþreyttum léttir lúa.


Góðar grasa- og draumastundir!



#







Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17  18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA