Forsíđa   

 31.12.2025
 Stillt vakir ljósiđ...



Árið 2025 líður senn
í aldanna skaut.
Ár sem hefur vakið 
mörgum spurn um 
hvert við sem mannkyn 
séum í raun að stefna.


Víða er einmanaleiki
að aukast; æ tækni-
væddari veröld að taka
daglegt líf yfir - og
lítið pláss fyrir drauma.
 
AI-gervigreindin,
vitvélin, gengur ekki
fyrir draumum og
innsæi, hún er fyrst
og fremst rökræn
nema þegar hún
bregður fyrir sig 
lygafætinum og 
skreytir frásögn 
sína og svör þegar
hún hefur ekki svörin
á reiðum höndum.

Skák og mát;
spyrjum að leikslokum...
Hljótum að læra
að lifa með vitvélinni
og hún með okkur.



En ekki að undra að
föst heimsmynd
margra riðlist nú
sem aldrei fyrr.


Andlegur tómleiki
hið innra og bakland
í samfélagi sem var,
farið út um gluggann,
tómlæti litar dagana:

heimagerð flatneskja
í borgum, bæjum og
þorpum og lífið búið 
að missa sinn lit.
Tilfinningin að tilheyra
samfélagi og menningu,
æ vandfundnari, finna
til nándar:

í miðbæjum er nú í 
tísku tómleikans 
að hafa þar fátt sem 
þjónustar fólk eins og
kjörbúð, pósthús, 
apótek, bakarí, vínbúð! 
(En já, litlar einingar
of dýrar í rekstri).
Ljót hús rísa og græn
svæði í útrýmingarhættu.
(Það er ekki bara 
græna gímaldið!)

Halló! Við erum bara
venjuleg og ekki
að biðja um mikið
en mættum við fá 
miðbæi aftur til baka!




Myndirnar sem herja
á okkur daginn út og inn:
stríðshaukar og einræðis-
herrar, berjandi sér á brjóst.
(Þeir brosa allir eitthvað
svo lymskulega...).
Ekki berjandi á brjóst
fyrir manngæsku,
svo mikið er víst.
Mannslífin skipta engu.

Í einni alverstu mannúðar-
krísu heims í Súdan,
er talið að um 400
þúsund manns hafi 
týnt lífi á árunum
2023-2025. Si sona.


Svo er það orðavaðallinn
sem engu skilar eða
eins og Jón úr Vör.
(1917-2000), orðar 
svo snilldarlega:



Stillt vakir ljósið
í stjakans hvítu hönd
milt og hljótt fer sól
yfir myrkvuð lönd.

Ei með orðaflaumi
mun eyðast heimsins nauð.
Kyrrt og rótt í jörðu
vex korn í brauð.



Já, stillt vakir ljósið
og færir okkur áfram
til nýs tíma hins 
nýja árs.

Það er kærleikur,
von og undur
í veröldinni þrátt
fyrir allt:og skapandi
hugir.

Desember rennur nú 
sitt skeið en um hann
kvað Jón úr Vör svo:



Vetrarjómfrú 
með langar fléttur,
rólur
handa englum,

stráir örsmáum rúsínum
á hlaðsteinana:


kandíshjarta,
gullterta,
siflurkleina,
stjörnubjart 
jólabrauð.

Uppi í 
norðurljósaskýjunum
kindur á fjörubeit.


#





1  2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 271 272 273 274 275 276 277 278 279 280 281 282 283 284 285 286 287 288 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA