Forsíđa   

 18.08.2011
 Svefn á efri árum: gullni hlekkurinn milli heilsufars og lífsgćđa



Svefn skiptir sköpum
á efri árum fyrir
heilsufar og lífsgæði.
Því miður skortir talsvert á
að aldraðir Íslendingar
njóti góðra svefngæða
en tölur Skuggsjár sýna
að allstór hluti þeirra þarf
svefnhjálp í formi lyfja
til að ná þokkalegri
næturhvíld; um 14-16%.

Nýjustu rannsóknir á svefni
sýna að aldraðir þurfa í raun
að sofa öllu skemur en
yngri aldurshópar eða
í um sjö og hálfa klst.
sem er u.þ.b. einni
og hálfri klst. skemur
en hjá hinum yngri.
Ennfremur getur tekið
þá lengri tíma að sofna,
eða allt að hálftíma.

Það eru hins vegar
sjálf svefngæðin
sem skipta mestu fyrir 
aldraða í þessu samhengi.
Þar verður oft verulegur
misbrestur á, bæði vegna
heilsuleysis og sjúkdóma
- oft er þunglyndi fylgifiskur -
en líka vegna skorts
á aðstoð við að færa
svefnvenjur til betri vegar.

Þyrfti að koma á mun meiri
fræðslu um svefn og leiðir
til að bæta svefngæði og
hefja þá fræðslu strax
á yngri árum en nú eru
farin að koma í ljós ýmis
lífsstílstengd vandamál
hjá öldruðum eins og
aukin heyrnardeyfa
sem menn rekja m.a. 
til rokk og ról kynslóða
fimmta, sjötta og
sjöunda áratugarins.

Aldraðir vakna oft upp
yfir nóttina og ná fyrir
vikið ekki eins djúpum
og nærandi hvíldarsvefni.
Á móti kemur
að þeir fá sér oftar
blundi yfir daginn
en þeir sem yngri eru.

Það að sofa ónógum eða
ítrekað erfiðum svefni,
kemur vissulega niður á
gæðum lífs dags daglega
hjá öllum aldurshópum
og þyngir geðslagið en
meðhöndlun kvíða og
depurðar þarf að
stórbæta hjá öldruðum
og bjóða þeim uppá
hentug meðferðarform,
ekki bara lyfjagjafir.
Slíkt myndi svo aftur skila
sér í bættari svefnheilsu.

Enda þótt nokkrar
breytingar verði á svefni
með aldri, þá skipta forvarnir
og heilbrigður lífsstíll
mestu fyrir svefnheilsuna.
Lengi var álitið að það væri
fylgifiskur eðlilegrar öldrunar
að upplifa minnkuð svefngæði
en nú hefur komið í ljós
að það var hálfgerð klisja;
það að sofa slitrótt og
vakna upp stöðugt þreyttur
og sjálfum sér ónógur
er ekki hluti heilbrigðrar
og eðlilegrar öldrunar.


'
.


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226  227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA