Nú standa yfir tökur
á tveim kvikmyndum
sem byggðar eru
á bók J. R.R. Tolkien
um litla vinalega og
úrræðagóða hobbitann
og hringberann
Bilbó Baggins.
Áætlað er að frumsýna
fyrri myndina síðla árs 2012
og hina síðari 2013
í leikstjórn Peter Jackson
sem jafnframt leikstýrði
eftirminnilegum þríleik
Hringadróttinssögu.
Það er enski leikarinn
Martin Freeman sem
fer með hlutverk
Bilbó Baggins.
Bilbó fer í mikla
ævintýraför og
fjársjóðsleit
með dvergunum,
vinum sínum,
(og vitkanum Gandálfi
á hliðarlínunni),
til Fjallsins eina
hvar drekinn Smeyginn
á sér bústað.
Situr þar á gulli
og gersemum sem hann
hefur sankað að sér
og stolið í aldanna rás,
m.a. frá dvergunum
sem áður byggðu Fjallið.
Á leiðinni hittir Bilbó
fyrir Gollri sjálfan,
og Hringurinn kemst
í vörslu hans;
álfa, birni, erni,
drísla og tröll,
flugur og köngulær,
og misvitra menn
að ógleymdum
drekanum sjálfum.
Það er athyglisvert
að lesa Hobbitann
út frá gildi drauma
í lífi Bilbó og
hlutverki þeirra
fyrir heilbrigt sálarlíf.
En talsvert er af
draumfrásögnum
um alla bók.
Þegar á líður förina
gerir Bilbó sér æ betur
grein fyrir að það
er Holan heima,
maturinn, hvíldin,
svefn og góðir draumar,
og félagsskapurinn
- föruneyti tryggra vina -
sem mestu skiptir.
Ekki allt heimsins gull.
Sofðu rótt, sofðu rótt, hljóðni hlynur og reynir. Sofðu rótt, sofðu rótt, þagni álmur og einir. Blíða nótt, sofðu rótt, aðeins andblær á vegi, uns birtir af degi.
(Hobbitinn, eða Út og Heim aftur,
1997, þýð. Þorst. Thorarensen).
'
|