Á nýliðnum
vorjafndægrum
20. mars 2012,
opnaði Skuggsjá
starfsstöð í Reykjavík
í nágrenni
Háskóla Íslands
og Þjóðminjasafns
á Suðurgötunni.
Starfsemi Skuggsjár
í höfuðborginni
mun byggjast
á auknu samstarfi
við háskóla-og
fræðasamfélagið.
Er starfsemin í húsi
sem beint og óbeint
tengist nöfnum
þjóðháttafræðingsins
Jónasar frá Hrafnagili,
Haraldar Níelssonar
guðfræðiprófessors og
konu hans Aðalbjargar
Sigurðardóttur, skáldkonu.
Öll lögðu þau
draumfræðum mikið
lið á sínum tíma
og var Aðalbjörg sjálf
t.a.m. mjög draumspök
strax sem barn.
Eru m.a. til skráningar
af bernskudraumum
hennar í samantekt
Oscar Clausen
um draumspaka
Íslendinga og verður
gerð grein fyrir
draumum hennar
í Sýnisbók Skuggsjár
sem nú er unnið að.
Með þessu verða
stór tímamót
í sögu Skuggsjár
og spennandi
að sjá framvinduna
í nýju umhverfi.
Erlent fræðasamstarf
hefur og aukist
með ári hverju
þau rúmu 8 ár sem
Skuggsjá hefur starfað.
Í því samhengi
minnum við á 29.
draumaráðstefnu IASD
(Alheimssamtaka
draumfræðinga)
- Sailing on
the Sea of Dreams -
sem haldin verður
í Berkeley Kaliforníu
22.-26. júní í sumar.
Sjá nánar
á vefsetri IASD
http://asdreams.org/2012/
|