Sumarsólstöður í
kortunum og magnaður
draumatími nú um
stundir skv. fornri trú;
fantasían tekur völd.
Jónsmessa framundan
þegar Náttúran talar
tungum og huldar
vættir fara á kreik...
Töfrar!
Til gamans birtum
við hér draum
frá síðustu nótt
sem við köllum
Stjörnutrésdraum
en það að sjá
himinhvolfið og
stjörnur í draumum
nætur hefur löngum
verið talið marka merk
- jafnvel undursamleg -
tímamót fyrir
mann og annan:
Dreymdi að ég horfði til himins, það var að næturlagi og sá þá einstaklega skýr mörg stjörnumerki eins og Karlsvagninn og Sjöstirnið og fannst nýtt stjörnumerki komið þarna sem ég áttaði mig ekki á.
Næst er ég stödd í fallegum trjágarði og var þar tré eitt sem ég hafði ekki áður augum litið. Velti fyrir mér hvaða tegund þetta væri og hvað það héti.
Er ég færði mig nær til að skoða betur, sá ég að tréð teygði greinar sínar mjög langt í allar áttir í stórum lundi og á því voru stjörnur himins og gafst nú gott færi á að skoða þær vel.
Undrandi vaknaði ég
af þessum draumi:
þegar stjörnurnar
- bæði sem ég þekkti
og þekkti ekki - tóku að hreyfast eins og fallegar bústnar og glitrandi kúlur á trénu góða -
og þakkaði það sem
fyrir augu hafði borið.
Svona draum geymir
maður í hugskoti sínu;
getur kallað fram,
dáðst að og skoðað
eins og dýrmætan
eðalgimstein;
nálæga stjörnu af
hinu kosmíska tré.
Túlkun er óþörf
þegar mystíkin
tekur völd og
kosmísk reynsla
nætur litar daga
lífi og ljósi.
'
|