Páskar gengnir í garð
enn á ný og árið er 2013.
Hátíð vöknunar í náttúru
og nýrrar hringrásar.
Páskahátíðin minnir
á möguleika lífs
og þróunar til
vitundarvöknunar
- ljómunar vitundar -
(enlightenment)
í draumi sem vöku,
og veitir ekki af á
þessum síðustu
og etv. verstu.
En segir ekki Zen
meistarinn Suzuki
að það að upplifa
helvíti sé ekki refsing
heldur þjálfun?
Þeir geta verið hreint
makalausir þessir
gömlu Zen meistarar
og gráglettnir eftir því.
Japanska meistaranum
Dogen, stofnanda
svokallaðs Sotoskóla
innan Zen fræða,
farast svo orð um
ljómun vitundarinnar:
Enlightenment is like the moon
reflected on the water.
The moon does not get wet,
nor is the water broken.
Although its light is wide and great,
the moon is reflected even
in a puddle an inch wide.
The whole moon and the sky
are reflected in one dewdrop in the grass..
Góða og gleðilega páska
nær og fjær!
*
|