Nú hefur hin margrómaða
Sálfræðideild Bangor háskóla
í Wales sett á laggirinar
fyrstu rannsóknarmiðstöðina
fyrir hugleiðslu og gjörhygli
í breska konungdæminu,
The Centre for Mindfulness
Research and Practice.
Miðstöðin gefur fólki færi
á að ljúka þar margs konar
námi, s.s. meistaragráðu,
ýmist með áherslu á
taugavísindalega nálgun
og streitustjórnun MBSR:
Mindfulness Based Stress Reduction, eða
MBCT: Mindfulness
Cognitive Based Therapy,
hugleiðslunálgun með
áherslu á gjörhygli og
hugræna meðferð.
Unnið er út frá hugmyndum
um að lifa lífinu í vakandi
athygli hverju sinni,
mæta hugsunum og
tilfinningum án dóma.
Skapa með slíkum æfingum
tækfifæri til að tengjast
innri sviðum vitundar
í vöku sem draumi.
Tengjast innsæi og
umbreytingarkröftum
og opna á græðandi
mátt líkama og sálar.
Uppskera bætta heilsu og
betri lífsgæði í núinu.
Styrkja hjartað til
að sjá betur með
augum hluttekningar.
Það fer vel á að miðstöðin
eigi heimilisfesti í Gwynedd,
einu hinna fornu konungsríkja
Wales sem liggur að
Snowdoníu fjallgarðinum,
Menai sundinu og fögru
eyjunni Anglesea
hvaðan stutt er yfir
til írskra nágranna.
Ró og friður allt um kring;
himin, haf og jörð
mætast sem órofa heild.
Hér í Bangor háskóla
heyrðu Bítlarnir fyrsta sinni
í indverska meistaranum
og forvígsmanni TM -
Innhverfrar Íhugunar (Transcendental Meditation),
Maharishi Mahesh yoga
árið 1967 sem upp frá
því gerðist gúru þeirra.
Owain Glyndwr var
velskur prins á 15. öld
og ein helsta frelsishetja
Walesbúa (Cymro)
bæði fyrr og síðar.
Oft er vísað í gröf hans
sem aldrei hefur fundist
og hið eilíflega vökula
dreymandi hjarta hans
sem tíminn hefur
ekki náð að eyða:
Time shall not touch it;
decay shall not dishonor it;
for that grave is in the heart
of every true Cymro.
There, for ever, from
generation unto generation,
grey Owen´s heart lies
dreaming on, dreaming on,
safe for ever and for ever.
'
|