Talandi um hávaðann í
menningu okkar:
það að vorjafndægur séu
í dag, gleymdist alveg
í æsifréttum dagsins!
Brauð og leikar;
þegar aðeins ein hlið
máls er kynnt og poppuð
upp eins og um gamanmál
sé að ræða. Til hvers?
Þetta klæðir okkur illa hér
á litla Skerinu og ættum
að láta af slíkri ómenningu
og niðurrifi í okkar litla
samfélagi.
Hugmyndin um friðhelgi
manns og náttúru er áleitin
og finnur sinn farveg
sama hvað.
Draumur af Zebrahesti í
Vaðlaheiði, (nálægt pólitískt
umdeildri framkvæmd,
Vaðlaheiðargöngum),
birtist í draumheimi nætur.
Draumráðningar taka
mið af hvort zebrahesturinn
hafi verið rór eða æstur.
Já, kannski var þetta fyrirboða
draumur fyrir daglátum
sem raskaði allri reglu
og skapaði óróa.
En til hvers?
Skapa meiri glundroða?
Friðhelgi margra að veði.
Yfirleitt er Zebrahestur
í draumi, talinn fyrir góðu,
vísar á jafnvægi og samræmi
ef hann unir glaður við sitt
en ef ókyrr, fyrir óvæntri
ókyrrð, jafnvel skaða...
Birtist heldur ekki si sona
í Vaðlaheiði þegar vetur
kveður og vor heilsar.
Nýr tími í kortum Náttúrunnar;
sama hvað, hún heldur sína rás.
Barátta er í eðli lífsins, líka
sama hvað - og nú er tími
baráttunnar upprunnin þrátt
fyrir að ítrekað sé traðkað á
friðhelgi og rétti manns og
annars og reglubókinni hent
heima sem heiman.
Áfram skal haldið...
#
|