Haustið í allri sinni dýrð
fagnar nýafstöðnum
jafndægrum í
silfurniði tímans
og býður upp á
fjólubláa drauma...
Litfegurð og leikur:
viss uppreisn gegn
hugsjónasnauðri og
firrtri póstmódernískri
veraldarsýn hvar
aðeins yfirborð hlutanna
hefur vægi á kostnað
dýptar og elsku.
Nú taka við fjólubláar nætur
ívafðar stjörnum og norðurljósum.
Tími til að sofa og dreyma og
fagna uppskeru sumarmánaða;
glaður söngur velhífaðra fugla,
tónar morguninn langan.
Að Jörðin skuli yfirhöfuð
halda tryggð við foldarbörn,
eru stór undur:
Og meðan rökkri reifast sofin jörð,
sem reikar dreymin meðal himinstjarna,
hún vakir hrum og heldur tryggan vörð
um hinsta náttstað þreyttra foldarbarna.
(Tómas Guðmundsson; Kvöldljóð um draum;
Fljótið helga, 1950).
|