Perluglit draumsins
undir bláhimni 
þessa páska í
borgfirskum fjallasal.
Minnir á draumskáldið
og borgarbókavörðinn,
Snorra Hjartarson,
sem fæddur var
á Hvanneyri árið1906,
og steig sín fyrstu spor
í þessari mögnuðu 
gróðurvin íslenskrar
 náttúru hvar fuglategundir 
eru fjölskrúðugastar
á landi hér.
Snorri kvað um 
fegurð himinsala og
dul og draumlög
íslenskrar náttúru,
um nýja jörð, nýja von.
Í ljóði sínu um náttúru-
fræðinginn og -spekinginn, 
Jónas Hallgrímsson,
listaskáldið góða,
farast Snorra svo orð:
Stjarnan við berglindir blikar,
 brosir og slokknar,
 óttuljós víðáttan vaknar
 vonfrjó og ný.
 
 
 
 Sól rís úr steinrunnum straumum,
 stráum og blómum,
 hjörðum og söngþrastarsveimum
 samfögnuð býr.
 
 
 
*
 Með ósk um samfögnuð
á páskum 2017!