Árið 2017 runnið upp
fullt vonar og drauma,
hjá háum sem lágum,
ríkum sem fátækum.
En drauma skal virða,
ekki traðka á þeim,
eins og írska ljóð-
og leikritaskáldið og
nóbelsverðlaunahafinn,
William Butler Yeats,
(1865-1939), orðaði
svo eftirminnilega:
Tread softly because
you tread on my dreams.
Árið er helgað sjálfbærni
í ferðaþjónustu með það
að leiðarljósi að styðja við
nýja þróun og efla frið í
öllum heimshlutum.
Auka skilning og meðvitund
manna á milli fyrir ólíkum
gildum og áherslum er
varða menningu og
verndun menningararfs.
Í ljóði sínu um klæði
himins, Cloths of Heaven,
farast W. B. Yeats svo orð:
Had I the heaven´s embroidered cloths,
Enwrought with golden and silver light,
The blue and the dim and the dark cloths
of night and light and the half-light,
I would spread the cloths under your feet,
But I, being poor have only my dreams;
I have spread my dreams under your feet;
Tread softly because you tread on my dreams.
*
|