Sólstöður og sólin rétt
hjólar (jólar) upp fyrir
sjóndeildarhringinn hér
á norðurhjara og brosir
til okkar mannanna barna,
réttlátra sem ranglátra.
Um það bil fjórar stundir
sem hennar nýtur í dag
eftir lengstu nótt ársins.
Fer síðan hænufetið sem
raunar telur býsna fljótt.
Það er gott að sofa og
dreyma í skammdegis-
myrkrinu en við megum
þó ekki gleyma okkur á
draumþingum eða í
mjúklátri værukærð
og sýndarveruleika
neysluhyggju um jól.
Vaki vaskir menn,
kvað náttúrufræðingurinn
og góðskáldið Jónas
forðum daga í ljóði sínu
Alþingi hið nýja 1840:
Sól skín á tinda.
Sofið hafa lengi
dróttir og dvalið
draumþingum á.
Vaki vaskir menn!
Draumur Skuggsjár
þessar vetrarsólstöður er
fyrir aukinni réttarvitund
bæði þings og þjóðar og
bættum þegnréttindum.
Mikið vantar upp á
réttarbætur og lagaumgjörð
til að tryggja almannahag.
Ennfremur vantar eftirlit
með lögum og reglum
í þágu almennings og
að þeim sé framfylgt.
Takist okkur ekki að
snúa við því sinnuleysi
og stöðnun sem lamar
gróandann í þjóðlífinu
undir ofurvaldi okurs,
- en um okur vantar mjög
tilfinnanlega ákvæði
í stjórnarskrá, nokkurs
konar stoppmerki -, er
hættan sú að mannréttinda-
brot verði í æ auknum mæli
daglegt brauð - og sjálfsagt.
Brýnt er að ráðist verði í
endurskoðun á eldri lögum
um hegningar og okur
frá árunum 1940 og 1960.
Í öllum helstu trúarbögðum
og siðakerfum heims
og eru þar t.a.m. bæði
kristni og islam engin
undantekning, er okur
alveg forboðið og talið
sannkölluð eyðingarvél
eins og sumir nútíma-
fræðimenn nefna það.
Íslendingar eru taldir
mest friðelskandi
þjóð í heimi.
Spurningin er þó,
hvort við séum fremurr
værukær og andlega löt
en beinlínis friðsöm?
Eða, hvernig náði
okur - einn mesti
friðarspillir í mannlegu
samfélagi - að verða
hér jafn ráðandi afl
og raun ber vitni?
(Jú, vissulega er
friður en kannski
bara fyrir suma,
ríkjandi sýndarfriður
við allsnægtarborð
sjálftökunnar...).
Megi ljós jóla
færa sannan frið í
íslenska þjóðarsál
og fæða nýja von.
*
|