Nú standa yfir í London
hjá Secret Cinema
sýningar á vinsælu
stjörnustríðsmyndinni,
The Empire strikes Back,
sem frumsýnd var 1980
í leikstjórn Irvin Kershner.
Sjá nánar á
www.secretcinema.org
(En nú er unnið að gerð 3ja
nýrra Stjörnustríðsmynda).
Þetta merka fyrirbæri,
Secret Cinema, hóf að
sviðssetja kvikmyndir
og búa til gagnvirkt
flæði í tilbúnum heimi
sem áhorfandinn er
beinn þátttakandi í,
- oft íklæddur búningi
uppáhalds persónu -
þegar árið 2007.
Oftar en ekki hefur
Secret Cinema tekið til
leiksköpunar kvikmyndir
sem hafa sambandið við
aðrar víddir, alheim
og himingeim sem
meginþema og baráttu
góðs og ills; leitina að
merkingarbæru lífi.
Þessi leit er gjarnan
óvissuferð sem reynir
á mörk vitundarinnar.
Dæmi um kvikmyndir sem
teknar hafa verið til sýningar
eru Blade Runner, Brazil,
Back to the Future I og
nú síðast Star Wars Episode V:
The Empire Strikes Back.
En sýningar á þeirri síðasttöldu,
munu standa yfir út september.
Nú má sjá auglýsingar um
sýninguna á stætisvögunm
í London þar sem yfirskriftin er:
Defeat the Empire,
Join the Rebellion.
Í myndinni segir m.a. af því
þegar Logi geimgengill
er sendur í læri hjá
Jedimeistarnum Yoda á
yfirgefnu plánetunni Dagobah
til þess að læra um the Force;
læra að beisla Máttinn.
Hann er sendur á mörk
raunveru og óraunveru...
Og hefur á orði þegar
hann kemur þangað:
er þetta draumur;
er ég að missa vitið?
Nope!
Hlutirnir eru ekki
eins sjálfgefnir
og Logi heldur,
sbr. eftirfarandi samtal
milli hans og Yoda:
All right,
I´ll give it a try..
No. Try not.
Do... or do not.
There is no try.
*
|