Það er komið vor
- húnvetnskt vor -
í Vatnsdalnum eins
og annars staðar
enda þótt kalt sé.
Sauðburður og fuglakomur
vitna um það og sveitirnar
syngja sinn fagnaðarróð
alveg sama hvernig
allt veltist og snýst.
Á fyrri tíð var ýmis
fræðimennska stunduð
í sveitum landsins,
ekki síst yfir veturinn
þegar annir voru minni
og afþreying af
skornum skammti.
Alþýðufræðin sem
til urðu í gegnum
tíðina víða til sveita
eru sum stórmerk.
Og í nútíma einsögu-
rannsóknum hefur
á síðustu árum verið
að koma æ betur fram
hve mikilvægum samtíma-
heimildum um lífsviðhorf,
þekkingu og menningu,
þessi vísinda- og
fræðaiðkun skilaði.
Dæmi um alþýðufræði
og náttúruvísindi frá
miðri 19. öld er alfræðiverk
Jóns Bjarnasonar, bónda
að Þórormstungu í Vatnsdal,
en rit um hann og verk hans
var nýlega gefið út af
háskólaútgáfu og ber
hið skemmtilega heiti
Bóndinn, Spendýrin
og fleiri Undur Alheimsins.
Í umsjón sagnfræðinganna
Árna H. Kristjánssonar og
Sigurðar Gylfa Magnússonar.
Í alfræðiverki Jóns
kennir margra grasa.
Iðulega hafa fræðin
staðist tímans tönn
enda þótt sum dæmin
sem hann tekur til
að skýra mál sitt séu
hálfgerðar furðusagnir.
Jón fjallar m.a. um
svefn og drauma.
Honum farast svo
orð um svefninn:
Ad venja sig ofmikið
til svefns eikur slen í
líkamanum og deyfd í sinninu.
Mátalegur svöfn álítst
ad vera um 6 edur 7 tíma í einu
fyrir heilbrigda og án hans
géta menn ecki leingi
lifad edur haft heilsu sína.
Og um draumana
hefur Jón þetta að segja:
Draumar géta verid ýmisleigir
bædi markverðir og fáfeingilegir.
Borid hefur til ad sofandi menn
hafa í draumi sjed mind eins hlutar
sem sídan hafa í vöku
komid fyrir þá.
(Bóndinn, Spendýrin og fleiri
Undur Alheimsins, 2014, 88-89).
*
|