Gleðilega páskadrauma!
Drauma um
umbreytingu manns
og náttúru í kyrru
streymi páskanna.
Drauma til úrvinnslu,
heilunar og sköpunar;
endurnýjunar sálarkrafta.
Til nýrra og fjrórra tíma.
Þýski heimspekingurinn og
skáldið Johann Wolfgang
von Goethe (1749-1832),
hugleiddi þá djúpu umbreytingu
sem á sér stað í náttúrunni.
Alvaldið starfar án afláts,
segir í Bókinni um Veginn.
Undir lok 18. aldar, skrifaði
Goethe tímamótaverk um
hljóðláta umbreytingar- og
sköpunarkrafta Náttúrunnar.
Nefndi hann verkið
Umbreyting plantnanna,
(Metamorphosis of plants).
Goethe segir svo
um kraftaverk friðar
og umbreytingar í
Næturljóði vegfaranda II:
Kom af himni hingað þú,
sem hefur máttinn böl að sefa,
þeim sem aumur þjáist nú
þína mildu fró að gefa.
Leitt er heimsins karp og kliður,
af kvöl og yndi er nóg um sinn.
Ljúfi friður,
ljóma þú upp huga minn!
(Í þýðingu Yngva Jóhannessonar, 1988).
*
|