Dagur Jarðar verður
eftirleiðis haldinn
hátíðlegur síðasta
laugardag í mars.
Þá verður víða slökkt
um byggt ból og
hin náttúrulega birta
og hið náttúrurlega
myrkur tekur völdin.
Og rafljósin víkja með
tilheyrandi ljósmengun
sem daprar sýn til
himinhvolfs og stjarna.
Pálmsunnudagur og
páskar í nánd og íslenskt
vor handan við hornið.
Með sinni einstöku birtu.
Um þá birtu og minningar
úr æsku, yrkir skáldkonan
Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri,
eftirminnilega í bók sinni
Línur í lófa frá árinu 1991,
í ljóðinu Háttað í björtu:
Ljósfærin eru lögð á hilluna
Leysingarvatn sýnir dýpt bláloftanna
í skyndispegli allra lauta
Grasrótin rumskar og teygir úr sér
eftir rauðamyrkur ofurlangrar nætur
Myrkfælnin hefur dagað uppi
líkt og lánlausa tröllkonu
Nú er háttað í björtu
Bók undir kodda er lesin í nótt
Ó birta
Meðan heimskautsbörnin
þiggja linnulausa hvílukossa þína
vaxa þeim blá lauf
á bert vonartréð
*
|