Árið 2015 er gengið í garð.
Að þessu sinni tileinkar
UNESCO árið Ljósinu og
hinni ljóstæru uppsprettu
lífs og menningar
á plánetunni Jörð.
Eins og lesa má
nánar um á vefsíðunni
www.light2015.org
Tengslin eru sívirk
og síkvik á milli
ljóssins í himingeimi
og geimsteina, stjörnuryks
og jarðarsteina
eins og kristalla
og ljóssins á jörðu
og í mannheimi.
Orka, efni, tími, rúm.
Óhætt er að segja
að Ljósið tengi
allt saman og
okkur öll saman
og sé hornsteinn
nútímatækni og
heimsmenningar.
Draumurinn um
ljósið eilífa og bjarta
- tengt steinaríki,
möttli jarðar og
himingeimi - sem
við kynntumst í
elstu borg Jarðar,
Ljósaborginni Kashi
og Skuggsjá lýsir í
TRANSFER ferða-
og draumsögu sinni,
kemur líka fram í
evrópskum riddara-
sögum frá miðöldum
í minnum og sögnum
af Gralinu helga,
steinkerinu, kaleiknum,
eða gnægtahorninu
sem íslenskir þýðendur
kölluðu gangandi greiða.
Í þann sagnabrunn
var leitað fanga í
doktorsrannsóknum
forstjóra Skuggsjár.
Var þar m.a. byggt á
Kvæðinu um Parsifal
sem ritað var á
háþýsku á 13. öld af
Wolfram frá Echenbach.
Miðaldir eru um margt
gullaldarskeið íslenskra
fræða og bókmennta.
Snemma voru ridddarasögur
þýddar á íslensku
líkt og Parcivals saga,
franska ljóðsagan um
Gralið og riddarann Parsifal.
Þar eru tengsl Gralsins
við ljós og steina mjög
sterk sem sjá má
í eftirfarandi Grallýsingu:
Af því skein svo mikið ljós
að þegar hvarf birta
allra þeirra loga
er í voru höllinni
sem stjörnurbirta
fyrir sólarljósi.
Það var gert af miklum
hagleik af gulli og
öllum dýrstum steinum
er í voru veröldinni.
*
|