Nýársóskir til
lansdmanna
nær og fjær.
Megi ferðalagið
á nýjar slóðir
ársins 2014
reynast heillaríkt.
En árið er tileinkað
kristöllum og þeirra
mystísku leyndardómum.
Sem ein formgerð efnis,
eru kristallar alls staðar,
sameindir likama okkar
eru t.a.m. úr kristöllum.
Sagnir herma að
himingeimur og stjörnur
séu að megninu til
stjörnuryk kristalla;
að þegar stjarna fæðist,
þá hafi hún máttinn til
að upppfylla einlægar
óskir hins hreina hjarta.
En slíkt hefst ekki
fyrirhafnarlaust, líkt og
hjá spýtustrák hins
ítalska Carlo Collodi
Gosa (Pinocchio) sem þurfti
að vaða eld og brennistein
til að læra að vera
þakklátur, óeigingjarn og
elskusamur. Og fá hjartans
ósk sína uppfyllta,
gjöf draumadísarinnar:
að verða mennskur.
Umbreytinga er þörf
- metamorphosis -
og vonbjartra drauma
inn í firrta veröld:
When you wish upon a star
Makes no difference who you are
Anything your heart desires will come to you.
If your heart is in your dream
No request is too extreme
When you wish upon a star
As dreamers do
Fate is kind.
(Söngtexti Ned Washington
& Leigh Harline
í Pinocchio, Walt Disney, 1940).
*
|