Nú líður árið í
aldanna skaut
og óhætt að segja
að geimkönnun
og uppgötvanir í
eðlis-og stjarnvísindum
hafi markað stór
þáttaskil í sögu
mannsandans þetta
Herrans ár 2013.
Einnig ýmis ný tækni
og þróun í sýndarveruleika,
s.s. tækni á sviði
heilmyndasmíði (holograms),
þrívíddarskönnunar
og - prentunar.
Að ógleymdum
samskiptum um
síma og net og
nauðsyn árvekni
á þeim brautum.
Lifum nú mót Jarðar
og Vetrarbrautar
og höldum á vit nýs
tíma í stjarnvíddum
himingeimsins.
Hin nýja vitneskja
mun óefað hafa
áhrif á drauma okkar.
Eða var það etv. öfugt?
Dreymdi okkur fyrst
þennan nýja tíma?
Í Ásareið
Gríms Thomsen
(1820-1896) skálds
og alþingismanns
- alinn upp á
Bessastöðum sem
hann keypti síðar -
talar skáldið um
tímann og söguna,
að sagan sé ávallt
söm og ein hvernig
sem veröldin veltist:
við engar er hún
aldir bundin.
Grímur vitnar í
þessu samhengi til
okkar fornu goða;
sú trú er aldagömul
um byggt ból, að
við getum ferðast
um himingeim
og Vetrarbraut í
leiðslu drauma:
Jóreyk sé ég víða vegu
velta fram um himinskaut -
norðurljósin skærast skraut.
Óðinn ríður ákaflega
endilanga vetrarbraut.
*
Skuggsjá færir þakkir
fyrir árið sem er að líða.
|