Forsíđa   

 15.01.2013
 Stórir draumar á Stóra Málsverđi Trúarinnar - Maha Kumbh Mela



Í gær hófst stærsta
trúarhátíð heims
Maha Kumbh Mela
  - Stóri Málsverður
Trúarinnar -

í borginni Allahabad
á Norður Indlandi
og nokkrum smærri
borgum og bæjum.

Þessi merka trúarhátíð
Hindúa Kumh Mela
er haldin á 12 ára fresti
og stendur í 55 daga
en hátíðin nú er
Maha (hin stóra)
Kumh Mela og
er einungis haldin
á 144 ára fresti.

Búist er við gríðar-
legu fjölmenni,
  tugum milljóna,
þegar mest lætur.
Og vonandi tekst
pílagrímum að dreyma
þar saman stóra drauma
með velferð plánetunnar
og mannkyns í huga.

Ræður afstaða sólar,
tungls og Júipíters
hvar hátíðin er
haldin hverju sinni
en Allahabad er þó
alltaf miðdepillinn.
Þar mætast tvær af
helgustu ám Indverja
Ganges og Yamuna
en þar eiga guðirnir
til forna að hafa
misst nokkra dropa
af ódáinsveig
og því endurnýi bað
í ánum lífskraftinn
 og hreinsi misgjörðir.

En Indverjar halda
uppá fleira nú í janúar
svo sem 150 ára
ártíð jógameistarans
Swami Vivekananda
sem varð einn sá fyrsti
til að heimsækja
Vestulönd og ávarpaði
m.a. fyrsta Alheimsþing
trúarbragðanna haldið
 í Chicago 1893.

Margir virtir fræðimenn
hrifust mjög af
boðskap Vivekananda
og sýn hans á tengsl
Hindúasiðar og Búddisma
og inntak fornra Vedarita.
Var faðir bandarískrar
sálfræði, William James,
þeirra á meðal.
James taldi mannspeki
Vedaritanna sígilda
og eiga mikið erindi
við nútímamanninn.

Og í dag er haldinn
hátíðlegur á Indlandi
Thiruvalluvardagurinn
í 2000 ára minningu
vefarans, skáldsins
og heimspekingsins
helga, Tiru Valluvar,
frá Tamil Nadu á
syðsta odda Indlands,

Valluvar setti fram
merkar hugmyndir
um samband
manns og samfélags,
og jafnvægið milli
þekkingar, auðs
og kærleika
á leiðinni til
andlegar frelsunar.
Með áherslu á
siðræna breytni og
ögun persónuleikans
í löngum bálki,
Tiru Kural.


How can one be kindly
If he fattens on others fat?


(Kural 251).



*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195  196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA