Í gær hófst stærsta
trúarhátíð heims
Maha Kumbh Mela
- Stóri Málsverður
Trúarinnar -
í borginni Allahabad
á Norður Indlandi
og nokkrum smærri
borgum og bæjum.
Þessi merka trúarhátíð
Hindúa Kumh Mela
er haldin á 12 ára fresti
og stendur í 55 daga
en hátíðin nú er
Maha (hin stóra)
Kumh Mela og
er einungis haldin
á 144 ára fresti.
Búist er við gríðar-
legu fjölmenni,
tugum milljóna,
þegar mest lætur.
Og vonandi tekst
pílagrímum að dreyma
þar saman stóra drauma
með velferð plánetunnar
og mannkyns í huga.
Ræður afstaða sólar,
tungls og Júipíters
hvar hátíðin er
haldin hverju sinni
en Allahabad er þó
alltaf miðdepillinn.
Þar mætast tvær af
helgustu ám Indverja
Ganges og Yamuna
en þar eiga guðirnir
til forna að hafa
misst nokkra dropa
af ódáinsveig
og því endurnýi bað
í ánum lífskraftinn
og hreinsi misgjörðir.
En Indverjar halda
uppá fleira nú í janúar
svo sem 150 ára
ártíð jógameistarans
Swami Vivekananda
sem varð einn sá fyrsti
til að heimsækja
Vestulönd og ávarpaði
m.a. fyrsta Alheimsþing
trúarbragðanna haldið
í Chicago 1893.
Margir virtir fræðimenn
hrifust mjög af
boðskap Vivekananda
og sýn hans á tengsl
Hindúasiðar og Búddisma
og inntak fornra Vedarita.
Var faðir bandarískrar
sálfræði, William James,
þeirra á meðal.
James taldi mannspeki
Vedaritanna sígilda
og eiga mikið erindi
við nútímamanninn.
Og í dag er haldinn
hátíðlegur á Indlandi
Thiruvalluvardagurinn
í 2000 ára minningu
vefarans, skáldsins
og heimspekingsins
helga, Tiru Valluvar,
frá Tamil Nadu á
syðsta odda Indlands,
Valluvar setti fram
merkar hugmyndir
um samband
manns og samfélags,
og jafnvægið milli
þekkingar, auðs
og kærleika
á leiðinni til
andlegar frelsunar.
Með áherslu á
siðræna breytni og
ögun persónuleikans
í löngum bálki,
Tiru Kural.
How can one be kindly
If he fattens on others fat?
(Kural 251).
*
|