Forsíđa   

 27.02.2025
 Merkingarbćr reynsla í hégómans heimi




Stundum er sagt að manneskjan
sé merkingarleitandi vera.
Þessa sér stað á öllum tímum.

En sjálfvirk heimsmenning
hégómleikans er býsna
hávær og frek á tíma
okkar og athygli.

Þetta á líka við um draumana.
Þegar kemur að merkingar-
bærri draumreynslu sem
gefur endurnýjaða von
og kraft til þess að takast
á við dagana, er skjátíminn
fyrir svefn og bláa ljósið,
farið að lita draumheiminn,
og jafnvel valda svefntruflunum 
og martröðum. Myndefnið
oft ógnvekjandi eða togar
i hjartastrengina um of uppá
að djúp hvíld og slökun verði.

Draumar eru ekki sjálfvirkir
og verða seint heilandi og
nærandi án atbeina og ábyrgðar
dreymandans á eigin lífi
og heilsu.



Nú er 6 vikna trúarhátíð
Indverja lokið og helg nótt 
Shiva og Parvati að baki,
hin svokallaða MahaShivratri.
Hér í Eyjafirði var gærkvöldið
geysifagurt, skír stjörnuhiminn
og dansandi Norðurljós.

Mesta fjölmenni sem
komið hefur saman á
jarðriki, eða um 633 milljónir
manna sóttu heim
Maha Kumbh Mela,
þær 6 vikur sem þessi
helsta trúarhátið Indverja
stóð yfir!
Miðað við þennan griðarlega
mannfjölda, er mikil gæfa
að vel skipulögð hátín virðist 
að mestu hafa farið fram 
án óhæfuverka, glæpa, 
mannrána og þjófnaða.




Indverjar eru nú fjölmennasta
þjóð heims um 1.4 milljarðar.
Mikill uppgangur á flestum
sviðum en vissulega sama
misskipting auðs og svo víða.
Í rauninni glóir gull í
orðsins fyllstu á mörgum!
Talið er að um milljarður
íbúa eigi lítið sem ekkert
eyðslufé; enn er t.a.m. óljóst
hve stór hluti gesta á Maha
Kumbh Mela var erlendur.

En margir Indverjar safna
áratugum saman fyrir 
pílagrímaferð á helga
staði. Draumurinn er að
komast þó ekki sé nema 
einu sinni á ævinni til þess
að votta guðum og gyðjum
virðingu sína, tilbiðja í
von um að öðlast 
merkingarbæra og 
djúpa andlega reynslu.

Hvað þá baða sig í Ganges,
helgustu ánni og hreinsa sig
af syndum og öllu illu.
Þess má þó minnast
að jafnvel þó Ganges hafi
með lögum árið 2017, öðlast
réttarstöðu sem sjálfstæð persóna,
er hún enn geysilega menguð
og ekki virt að verðleikum.
En nú á að að gera stórt
átak um hreinsun hennar
og gengur það vonandi eftir.


Og svo er það sjálfvirk tæknin:
byrjuð að smeygja sér inn
í vöku og svefn óbeðin
eins og CoPIlot núna við 
ritun þessa pistils!
Minnir á tímamótamynd
Ridley Scott frá 1982,
Blade Runner og spurninguna
um það hvort vélmennin
dreymi rafkindur?


#





Síđasta frétt 1 2  3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 271 272 273 274 275 276 277 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA