Forsíđa   

 09.04.2023
 Páskar: ađ sjá draumadísina í svefni vćrum




Páskar við yzta haf boðandi
fögnuð vorsins og mildina
miskunnandi í mannheimi.


Skáldið, þýðandinn og rektor
Lærða skólans, Steingrímur
Thorsteinsson, (1831-1913),
yrkir um þá mildi og miskunn
sem draumadísin færir hryggri
sál með sínum elskuríka anda:
þeim sorgin sætast gleymist
er sólhýrt bros þitt sjá.




Kynslóðir íslenskra barna
eiga Steingrími margt að þakka
með þýðingum hans á Þúsund
og einni nótt og Sögum og
ævintýrum H.C. Andersen.


Svo yrkir Steingrímur um
draumadísina:


Í svefni ég sé þig værum,
þitt svífur fleyið dátt
á sævi silfur skærum
við sætan hörpuslátt.



Konseptið um draumadísina
lifir með þjóðinni og skilningurinn
á þeirri blessun, hugsvölun og
endurnýjun sálar-og líkamskrafta
sem svefn og draumar geta veitt.
Og er öllum börnum nauðsynleg
til vaxtar og þroska.





Ófá börnin hafa fyrst komist
í kynni við fjarlæg lönd og álfur,
aðra menningarheima við lestur
sagnasafna á borð við Þúsund og
eina nótt.Látið sig dreyma um
heima og geima.

Safnverkið er talið sett saman á
8. til 9. öld og er m.a. sótt fanga
í sögnum frá Indlandi, Persíu.
Sýrlandi, Arabíu og Egyptalandi,
Sagnirnar taldar frá fornöld og miðöldum.
Hver kannast ekki við sögurnar
af Ali Baba, Aladdín og töfralampanum,
og Sindbað sæfara?




Und friðar björtum boga
þú birtist mér í dúr.
Sem sól ég lít þig loga
er laugar sumarskúr.



Njótið gleðilegra páska
í draumsins friðarró.



#















Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20  21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA