Gömul sannindi og ný
að smábörn þrífist
illa á tilfinningalegu
afskiptaleysi, það
skaði vöxt og þroska
þeirra bæði til
líkama og sálar.
Nýlegar rannsóknir
á ástúðarleysi og
tilbreytingarlausri
tjáningu fullorðinna
í garð smábarna
- sett var upp steinandlit -
sýna þetta vel, sbr.
þættina Eksperimentet
á Ríkissjónvarpinu
undanfarna mánudaga.
Öllum mönnum virðist
eiginlegt að bæði veita
og sækjast eftir
ástúð og viðurkenningu
og leita merkingarbærrar
tjáningar og reynslu
í mannlegu samfélagi.
Andhverfa þessa,
tómlæti og útilokun
frá samferðamönnum,
veldur oft ævilangri,
slítandi höfnunarkennd
og áþján eins og
fórnarlömb eineltis
eru til frásagnar um.
Sakleysið lítur heiminn
sífellt nýjum augum.
Maður verður þessa
áþreifanlega var
hjá smáfólkinu.
Visst sakleysi er líka
fólgið í því að undrast
drauma sína og annarra,
velta yfir þeim vöngum
og læra æ ný sannindi
og hliðar á okkur sjálfum
og veruleikanum
sem við teljum okkur
bæði lifa og vera í.
(Eða lifir hann okkur,
dreymir hann okkur?).
Sú mynd sem við
höfum af veruleikanum,
gæti fljótlega tekið
byltingarkennt
stökk fram á við,
miðað við nýjustu
vísindaþekkingu
sem felur í sér
að alheiminum megi
líkja við risavaxna
almynd eða hologram.
Að allir hlutir séu
tengdir á innra
sem ytra byrði
í kosmísku rúmi
og tíma eins
undirliggjandi
vitandi veruleika.
Þessi nýja sýn geti
t.a.m. betur útskýrt
breyttt ástand vitundar,
yfirskilvitlega reynslu,
s.s. mystíska reynslu,
reynslu á dánarbeði
og reynslu af látnum.
Ennfremur skírdreymi
og andlega drauma
og uppljómun vitundar.
Fólk og vitund færist til
í almyndinni á milli
stiga og sviða og/eða
almyndin færi til/færist til...
Sakleysið hefur okkur
yfir hið snauða
snautleikasamfélag
sem virðist á e.k.
autopilot; sjálfsstýringu.
Stefnandi, já hvert?
Hæfnin til að undrast,
líta heim nýjum augum
og finna til lotningar
yfir sköpunarverkinu,
er sprottin af
sakleysinu eins og
Albert Einstein
benti eitt sinn á,
og þessum hæfileika
megum við síst
af öllu glata.
Persónuleg andleg
og mystísk reynsla,
einingarskynjun og
draumar er sam-
mannlegur arfur
sem fólk leitar í æ
auknum mæli til,
sbr. að á þessu ári
hafa birst fjölmargar
fréttir í erlendum
fréttamiðlum á borð
við BBC af draumum
og svefnrannsóknum.
Virðist sem ákveðið
breytingarafl sé komið
á skrið, endurfætt sakleysi
og spurn sem gefur
ný augu og nýja sýn:
That scrawny cry - it was A chorister whose C preceded the choir. It was part of the colossal sun, Surrounded by its choral rings, Still far away. It was like A new knowledge of reality.
(Wallace Stevens, 1955;
úr The Rock :
Not ideas about the thing
but the thing itself).
*
|