Gleðilegar jólatíðir
nær og fjær.
Hvert er hið
himneska brauð - manna -
sem um er talað
að fornu og nýju?
Baka englar brauð?
Víst er að í draumi
verður fólk fyrir
opinberunum
og finnur heilandi
mátt drauma
flæða inn í vökuna
og endurnæra
líkama, sál og sinni.
Manna í draumi?
Sólstöður nýafstaðnar
en tíminn í kringum
þær er þekktur
að auknu draumflæði.
Dreymi ykkur vel
þessi jól!
...Og meðan ég hlusta á draum Stjörnu-Odda í útvarpinu sker ég aðra sneið af brauðinu. Kötturinn er farinn þegar ég stíg út á timburpallinn
Úr skugga í sól einsog fyrst
(Sindri Freysson, úr ljóðinu
Himneskt brauð, 1996).
'
|