Íslenskir fuglar Benedikts Gröndal
kom í gær út hjá Crymogeu
og markar verkið stór
tímamót í hérlendri
vísindamiðlun.
Mikið fagnaðarefni og á
Náttúrufræðistofnun Íslands
heiður skilið fyrir umsjón
með útgáfunni og áratuga
varðveislu handritsins.
Víst er að Gröndalinn
hafði ómæld áhrif
á samferðafólk sitt
til góðra verka
og má þar nefna tvö
draumlynd góðskáld
af Laxárbökkum,
Jóhann Sigurjónsson
frá Laxamýri og
Huldu, Unni
Benedkitsdóttur Bjarklind
frá Auðnum í Laxárdal.
Bæði sporgenglar ljóðræns
prósa og nýrómantíkur
í íslenskum skáldskap;
Jóhanni er raunar eignað
fyrsta nútímaljóðið, Sorg.
Jóhann hreifst ungur
mjög af fuglamyndum
Benedikts og orti af því
tilefni ljóðið
Hjá Benedikt Gröndal.
Telur að Benedikt hafi
með verkum sínum
glætt með sér gleðina
yfir alúðlega unnu verki:
Nú ég af alvöru fyrst það fann, hve fagurt það er að - vinna.
Eftirfarandi eru lýsingar
Jóhanns og hughrif
af nosturlega teiknuðum
fuglum Benedikts
en loksins nú, heilli öld síðar,
er handritið gefið út á bók:
Á fyrstu blaðsíðu fálkinn var í fögrum, drifhvítum klæðum, og tignarhöfuðið hátt hann bar, en heitt varð mér blóðið í æðum.
Og á öðrum stað segir Jóhann:
Það var sem fuglarnir færu af stað og flygju af laufguðum greinum. Það var eins og andvari bærði blað á beinvöxnum, fögrum reynum. -
'
|