Nýverið birtu nemendur
í eldri bekkjum grunnskólans
á Stórutjörnum
í Ljósavatnsskarði
niðurstöður úr
merkilegri svefnkönnun
sem þeir höfðu lagt fyrir
bæði eldri og yngri
samnemendur sína.
Í ljós kom að nemendur,
einkum þeir eldri,
sváfu að jafnaði
nokkrum klukkustundum
of lítið og uppskáru
að vonum slakt dagsform,
orkueysi, á stundum
andlega vanlíðan
og skert afköst.
Þessar niðurstöður ættu
að vekja til umhugsunar
um mikilvægi nægs svefns
fyrir líf og heilsu
og koma því miður
ekki beinlínis á óvart
í neysluhyggju nútímans.
Endurnýjun líkama og sálar
í djúpum hvíldarsvefni og
endurnærandi draumsvefni
er miklu nauðsynlegri
vexti og þroska
barna og ungmenna
en allar heimsins
snjáldurskinnur
og sýndarheimar
tölvualdar.
Sofðu litli ljúfurinn
Sofðu litli ljúfurinn, leggðu vanga að móðurkinn, ég skal syngja sönginn minn, unz svefninn lokar bránni og draumur tyllir tánni. Svífðu inn í sólhvít lönd, sigla fleyin þar við strönd draumabjört við dagsins rönd dansar bára á miði. Allt er faldað friði.
(Guðrún Auðunsdóttir, Í fjörugarði fyrrum, 1956).
|