Forsíđa   

 28.07.2022
 Draumskrök og bláa eđa rauđa pillan og Geimöld



Einni af kvenfrumkvöðlum lækna-
vísindanna og tvöföldum nóbels-
verðalunahafa, pólska eðlis-og efna-
fræðingnum, Marie Curie, (1867-1934),
varð eitt sinn að orði: í lífinu er ekkert,
sem þarf að óttast heldur aðeins að skilja.

En stundum kjósum við skilningsleysi,
óminni, að fljóta bara með og vera ekki
vitandi vits; --það þarf hugrekki og baráttu
til að skilja--, slævð af dægurmennsku,
sókn eftir stundargæðum og lýðskrumi.





Ódysseifur hefði t.a.m. getað valið
þann ódauðleika, sem Kalípsó bauð
honum, en hann valdi að brjótast
úr ódáinsviðjum og halda aftur heim.
Þá fyrst fann hann leiðina aftur.

Líkt og hjá Neó í Virkinu eða Matrix
þar sem valið stendur á milli þess
að taka hjá Morfeusi bláu pilluna
og hverfa á mót hyllinga og óraunveru,
eða taka rauðu pilluna og vakna til
raunveruleika og skilnings.
Þar sannast hið fornkveðna, að
sá á kvölina, sem á völina.




Valið er vissulega snúið: leiðarljós
geta reynst villuljós og draumar,
sem hafa verið til leiðsagnar,
geta reynst markleysur, svefnórar;
draumskrök.

Í Laxdælu ofl. fornsögum er talað um
markleysu í draumi sem draumskrök.
En hættan er sú, að fyrirboði í draumi
geti verið túlkaður sem draumskrök
en reynist svo alls ekki. Kannski af því
draumurinn kom illa við dreymandann,
féll ekki að þægindarammanum eða
fyrirframgefinni þekkingu, óskum og
vonum, eða einfaldlega af því erfitt
reyndist að ráða í hann og hann var
dreymandanum óþægilegur.

Dæmi um slíkan draum, sem í fyrstu
var túlkaður sem draumskrök, en
reyndist síðan mögnuð forspá, er
draumur Ólafs pá af uxanum Harra,
sem hann lét höggva 18 vetra.
Nóttina á eftir, birtist kona ein mikil
og reiðileg, í draumi Ólafs, sem
kvaðst skyldu hefna sonar síns með
því að taka frá Ólafi það afkvæmi,
sem væri honum kærast.
Þegar tímar liðu fram, tengdu menn
þennan draum sem fyrirboða við
víg Bolla á fóstbróður sínum og
syni Ólafs pá, kappanum Kjartani.





Vandrataður vegurinn í bæði vöku
og draumi. Og sérstök gáfa að geta
dreymt fyrir atburðum og kunna að
ráða drauma.
Oft þarf að segja fram draum sinn og
fá annan til að ráða hann líkt og
Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdælu,
heitkona Kjartans en síðar eiginkona
Bolla, sem leitaði með ráðningu drauma
sinna til fjölskylduvinarins, hins spaka
Gests Oddlleifssonar.





Guð drauma var Morfeus hjá
Grikkjum, tengdur nótt og
stjörnuhimni en faðir hans og
föðurbróðir, voru guðir næturinnar,
Hypnos, guð svefnisns, og bróðir
hans Þanatos, guð dánarheima.


Morfeus er myndsmiður drauma;
hann mótar og formar drauma;
eins konar drauma-hönnuður.
Sannkallað ólíkindatól og lætur hafa
fyrir því að leita draumráða sinna
og síðan túlka þau svo vel sé.




Sagan sýnir, að af draumum og
draumsýnum mannsandans, sprettur
ný þekking, sem færir út mörk hins
þekkta og víkkar skilning og vitund.

Líkt og nú um stundir þegar gamall
draumur um gleggri tækni til
athugunar himingeimsins, rætist í
geimsjónauka, sem kenndur er við
fyrrum forstjóra NASA, James Webb.
Sjónaukinn fór fyrst í loftið á Jóladag 2021.
Og þann 12. júlí sl. tók hann að senda
algjörlega magnaðar og fagrar myndir
af fjarlægum stjörnuþokum úr óravíddum
himingeima og ævafornra tíma.

Nú færumst við út fyrir endimörk hins
þekkta, stödd í nýjum tíma og nýrri vídd:
Geimöld.

Draumurinn um skilning á undravíddum
Alheimsins, færist æ nær svo og svörin
við spurningunni um líf á öðrum hnöttum.
Fjarlægur draumur, sem eitt sinn virtist
líkjast fjarstæðukenndu draumskröki...




#






Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31  32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA