Forsíđa   

 23.05.2024
 Heiđríkja og sól á blómamána - og eyjan í hjartanu



Sólbjartur fimmtudagur
á fullu tungli, svokölluðum
blómamána eða flower-moon
upp á enska tungu:
blóm taka að springa út eitt
af öðru og ein og ein fjóla
kinkar kolli í garðinum.
Þessir sumarboðar fylla 
okkur von um hið fagra
og sanna.

Boðskapur sem á vel við
nú í aðdraganda forseta-
kosninga en umræðan hefur 
verið ansi lituð af aurburði,
niðurrifstali og tilburðum
til skrílmenna þjóðina
svo vitnað sé í orðalag
skagfirska bóndans og
skáldsins sem fór til 
Vesturheims, yrkti þar og orti,
Stephans G Stephanssonar,
(1853-1927).

En verum þess minnug að
þjóðin velur sinn forseta ...





Í hröðum heimi vaxandi átaka
þjóða á milli, þarf eyríkið við
yzta haf, enn á ný á framsýnum 
leiðtoga að halda sem ber 
almannahag fyrir brjósti og 
hefur þá innsýn og kjark
til að bera að slá á puttana á
valda-og hagsmunaölfum sem
geta afvegaleitt þjóðina að nýju.
En í útvarpsviðtali í morgunþætti
Rásar 1 þann 13. maí sl. við
Guðmund Hálfdánarson, 
prófessors í sagnfræði, sem
jafnframt er Jón Sigurðssonar
prófessor, þar sem hann ræddi
um valdsvið og ábyrgðarskyldur
forseta, nefndi hann að forseti
hefði m.a. mátt slá á puttana
á fjármálaöflunum í aðdraganda
hrunsins.

Ennfremur bendir Guðmundur 
á löngu tímabæra og þarfa 
endurskoðun stjórnarskrár og 
mikilvægi þess að taka upp 
forsetakaflann líkt og margir 
bæði leikir og lærðir hafa gert 
og stjórnvöld lofað að ráðast í
en trassað.

Hefur Ólafur Þ Harðarson, 
prófessor í stjórnmálafræði,
löngum verið skeleggur
talsmaður slíkra breytinga,
s.s. út frá fjölda meðmælenda
á bak við frambjóðendur til
forseta og annað kosninga-
fyrirkomulag: tvennar kosningar,
seinni umferð milli tveggja efstu
úr fyrri kosninu, eða val í fyrsta 
og annað sæti sem dæmi sýna 
að gefst vel eins og hjá Írum.




Hvaða land og samfélag
munu komandi kynslóðir erfa?


Í ljóði sínu Herhvöt úr norðri,
yrkir Einar Már Guðmundsson
um eyjuna í hjartanu og herhvöt
unga fólksins að roðfletta myrkrið
og afhausa eymdina:



Þú sem býrð með eyju í hjartanu
og víðáttur geimsins
stétt undir iljunum:

Réttu mér norðurljósin!
Ég ætla að tala við unglinginn
sem heldur á stjörnunum.

Við roðflettum myrkrið
og afhausum eymdina.



(Einar Már Guðmundsson, 1956 -;
Ljóð 1980-1995, Mál og menning, 2002).




#


















Síđasta frétt 1 2 3 4 5  6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA