Forsíđa   

 27.09.2020
 Mannúđ á haustjafndćgrum og andans draumar Steve Jobs



Miðað við ástand heimsmála og
stöðu samfélaga víða á tímum covid,
þá er mannúð trúlega það afl sem
færir okkur mannfólkið fram á við
í átt til aukinnar mennsku, réttlætis
og kærleika. Slík mannúð krefur
okkur um hugrekki og þrautseigju.
Og hvort sem fólk telur sig trúað eður ei,
eða fylgja þessari eða hinni pólitísku skoðun,
þá er óskandi, að það geti sameinast í nafni
mannúðar og hafið sig yfir skotgrafir öfga
og haturs sem næra sundurlyndi manna/þjóða.
Í þessu ljósi ber að fagna áfangasigri í
baráttu fyrir réttindum barna á flótta hér
á landi á nýliðnum haustjafndægrum.
Réttlát málsmeðferð hefur með því, sett
varanlegt mark sitt á sögu okkar hér á Fróni.
Nefnd fairness of conduct á engilsaxnesku.
Minnir á ævafornar hugmyndir um lögmál
dharma  í mannlegu samfélagi og þar með
hin upprunalegu lögmál þróunar í lífi manns
og samfélags.






Annað mál sem sker í augun nú, er
vaxandi fátækt og hrein neyð meðal
margra sem misst hafa atvinnu eins
og staðan sýnir t.a.m. á Suðurnesjum
þar sem innflytjendur eru margir.
Fólki hreinlega vanhagar um mat og
matargjafir hjálparsamtaka duga ekki til.
Það vantar mikið upp á viðbrögð við
þessum bágbornu aðstæðum einstaklinga
og heimila; langur vetur er framundan.
Lítið dugir að nefna bóluhagkerfi ferða-
þjónustunnar sem sökudólg og þar með
sópa vandanum undir teppið. Þetta sama
gallaða bóluhagkerfi með aðkomu erlendra
starfsmanna, kom þjóðinni m.a. upp úr
síðasta hruni. Tíminn til raunverulegra
endurbóta á kerfunum og breytinga viððhorfa,
hefur einfaldlega verið illa nýttur og lítið um
raunverulegar aðgerðaáætlanir og aðgerðastjórnir
í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis.
Og varla hafa einstaklingar í fátækt með að gera
hinar vistfræðilegu, efnahagslegu, heilsufarslegu,
félagslegu og tilfinningalegu hamfarir af völdum
covid-heimsfaraldursins?






Þegar gluggað er í ævisögu Steve Jobs,
eins aðalstofnanda Apple, sem lést aðeins
56 ára að aldri úr krabbameini í brisi, fyrir
tæpum 9 árum, kemur vel í ljós hve hann
var snemma andlega leitandi. Hann hafði
sem ungur og fátækur námsmaður, kynnst
Hare Krishna ashraminu í New York þar
sem hann þáði fríar máltíðir.
Jobs lagði m.a. á sig ferð um Kumaon hæðir
Norður-Indlands í Siwalik fjallgarðinum
árið 1974 til þess að sækja þar heim ýmsa
andans jöfra. En ferðina fjármagnaði hann
með vinnu sinni fyrir Atari.
(Sjá Steve Jobs, 2011, e. Walter Isaacson).
Síðar áttu margir af yngri kynslóð tækni-
frumkvöðla sem tóku Jobs sér til fyrirmyndar,
eftir að feta í fótspor hans og fara pílagímaferðir
á vit andans manna á Indlandi. Frumkvöðlar á
borð við Larry Page hjá Google, Mark Zuckerberg
hjá facebook og Jeffrey Skoll hjá e-bay.






Þeir meistarar sem Jobs leitaði eftir,
lögðu áherslu á þjónustu við mannkyn
en þar sem sá meistari sem hann hafði stefnt
á að hitta, Neem Karoli Baba, hafði látist nokkrum
mánuðum fyrir komu Jobs án þess að hann vissi,
þá sótti Jobs lengra upp i Kumaon fjöllin í
Uttarkhand. Þar hitti hann fyrir hinn mystíska
avatar Haidakhan Wale Baba, (sem sumir telja hinn
eina, sanna Babaji og ritað er um í bók Jógananda,
Sjálfsævisögu Jóga), í ashrami hans ekki langt
frá Kailash fjalli, helgasta fjalli Indlands.
Þarna dvaldi Jobs um nokkurt skeið ásamt
ferðafélaga sínum og síðar samstarfsmanni
hjá Apple, Daniel Kottke.
Báðir þessir meistarar tala fyrir mannúð
og mildi í garð samferðafólks og að útrýma
þurfi fátækt. Eða svo vitnað sé í orð
Neem Karoli Baba, sem líka var kallaður
Maharaj-ji:




Love everyone, serve everyone,
feed everyone.





Haidakhan Wale Baba birtist fyrst í
kringum 1970 í helli nálægt Kailash og
í nágrenni fjallaþorpsins Hairakhan í
Nainital fylki í Uttarkhand. Hann lést
á Valentínusardegi, 14. febrúar,1984.
En margar eldri sagnir sögðu fyrir um
komu hans á þessum helgu slóðum.
Haidakhan Baba lagði áherslu á að fólk
gæti fylgt sinni trú eða trúleysi og leitað
uppljómunar en engin trúarbögð eða siður,
væru þó Sanatana Dharma æðri, sem væru
hin eiginlegu innbyggðu lögmál andlegrar
þróunar, allt frá árdaga mannkyns.
Hann lagði áherslu á mannúð og mennsku
og að leggja alúð í verk sín, og nauðsyn þess
að einfalda líf sitt og finna jafnvægi í leit okkar
að réttlæti og kærleika í þjónustu við aðra.
Til þess þyrfti raunverulegt hugrekki, og beina þyrfti
sjónum að mikilvægi vitundarinnar og ræktun hennar
fyrir tilstilli jóga, japa, (þylja bænaorð eða möntru),
íhugunar og öndunar í kriya. Einkunnarorð hans
voru: Truth, Simplicity, and Love.
En kriya jóga byggir á jóga starfs og iðkunar
og hvílir á fornri lífeðlisfræðilegri þekkingu sem
er öllum opin óháð þjóðerni eða trúarbrögðum.
Fær leið sem fara þarf til þess að takast á við
komandi og aðsteðjandi hörmungar, sem Haidakhan
Babaji--oft nefndur Bhole Baba: hinn æruverugi
faðir einfaldleikans--, er talinn hafa séð fyrir:





We are all equals, despite the country
we come from, and national differences.
We are all a unity.





#










Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57  58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA