Sólbjört haustjafndægur baða
Oddeyrina á Akureyri um leið
og hús svefns og drauma,
Fjólugata 8, fagnar 85 árum.
Draumasetrið Skuggsjá
með aðsetur á neðri hæð;
húsið í eigu forstjóra
Skuggsjár og fjölskyldu
til fjölmargra ára.
Fuglasöngur daginn út
og inn undanfarið og
reyniberin renna rauð
og bústin í sarpinn.
Sifurreynirinn vakir yfir
eins og höfðinglegur
öldungur ásamt grósku-
miklu gullregninu.
Sjá má myndir og lesa
fróðlegar lýsingar Arnórs
Blika Hallmundarsonar
á húsinu sem byggt var
af þeim Ósk Jóhannesdóttur
og Antoni Ásgrímssyni
útgerðarmanni árið 1933.
Sjá blogg Arnórs frá 23/08/15,
Hús dagsins: Fjólugata 8 á slóðinni
https://arnorbl.blog.is/arnorbl/entry/1943175/
Húsið ásamt nærliggjandi
húsum er, að fróðra manna
sögn, talið reist á gömlum
árfarvegi Glerárinnar.
Húsið og mörg önnur
hús í Fjólugötunni, var
teiknað af þeim mæta
byggingameistara, Tryggva
Jónatanssyni en flest
smíðaverkin innanhúss
hafa verið unnin af hagleiks-
smiðnum Jóni Gíslasyni.
Til hamingju Fjólugata 8!
*
|