Páskar í himinveldi háu.
Hátíð upprisunnar.
Sama hvert leiðin liggur
um gleðisal eða dimman dal
hverfum við til
jarðarinnar eins og segir
í elsta ljóði heims,
Gilgamesarkviðu
hvar draumar eru
í hávegum hafðir.
Jörðin sem skóp okkur,
tekur við okkur aftur inn
í endalausa hringrásina.
Enginn annar fær
okkur hremmt.
Þaðan hvert?
Spurnin eilífa
upprisunnar.
(Stjörnurnar eru þarna
hvort sem við
sjáum þær eður ei).
Spyrðu?
Viljirðu vita hvar mig er að finna
þá bý ég handan fjallsins.
Þangað er langt en ég er nærri.
Ég bý í öðrum heimi
en þú býrð í þeim sama.
Hann er allstaðar að finna
en þó sjaldséður sem helíum.
Því heimtarðu loftfar að ferðast í?
Heimtaðu heldur síu fyrir köfnunarefni
eða kolsýru, vetni og annarskonar gas.
Heimtaðu síu fyrir allt sem aðskilur okkur
síu fyrir lífið.
Þú segist varla geta andað.
Einmitt! Hver heldurðu að geti andað?
Yfirleitt tökum við því með jafnaðargeði.
Spakur maður sagði:
"Það var svo dimmt að ég sá naumast stjörnurnar."
Hann átti bara við að það hefði verið nótt.
(Gunnar Ekelöf, 1907-1968;
þýð. Pjetur Hafst. Lárusson).
*
|