Forsíđa   

 26.05.2014
 Ađ sofna sćtan blund - og dreyma hesta...



Hestar hafa fylgt
mannkyni allt frá
árdögum menningar.
Er talið að þeir
hafi fyrirfundist á
öllum meginlöndunum
og er hesturinn álitinn
það dýr Jarðar sem
mestan þátt hefur átt í
útbreiðslu siðmenningar
um heimsbyggð alla
sem bæði  fararskjóti
og þarfasti þjónninn.

Í draumhefð Íslendinga
og margra þjóða eru
hestar í draumi mjög
kunnug draumtákn
hjá bæði börnum og
fullorðnum og skiptir þá
litur hestsins miklu máli.
Best er að dreyma
hvítan hest eða gráan
- fyrir gæfu og andlegu gengi -
en öllu verra að dreyma
svartan eða bleikan
- fyrir erfiðleikum,
svartsýni eða dauða -.

Maður og hestur bindast
oft varanlegum tryggðarböndum
eins og lýst er í eftirfarandi
lausavísu Páls Ólafssonar:


Aldrei sofna ég sætan blund
svo mig ekki dreymi
að litli Rauður litla stund
lifi í þessum heimi.



Þekktustu dýr sem
draumtákn eru ekki
einungis hestar, heldur
 líka húsdýr eins og
hundar og kettir.
Margar hugmyndir um
túlkun hafa komið fram.
Í þjóðtrúnni eru það helst
eðliseinkenni hvers dýrs
fyrir sig sem litið er til:
skerpa, þróttur og
úthald hestsins,
tryggð og hollusta
hundsins, lipurð
og lævísi kattarins.

Í þessum sama anda
ritaði Jung um erkitýpurnar
í sammannlegri undirvitund
en hestur, hundur og köttur
voru meðal 20 helstu
erkitýpanna að hans mati.

Hestur sem draumtákn
getur staðið fyrir frelsi, kraft,
vilja, þol, hreyfingu,
framfarir, ferð, takmark,
frumeðli, tilfinningar og þrár.

Huganum er gjarnan
líkt við óbeislaðan hest;
huganum hættir til
að fara út um víðan völl.
Eins og með kraft hestsins,
þarf að hemja hann og beisla.

Öll draumtákn eru margræð
og eiga sér fleiri hliðar:
óbeislaður kraftur getur unnið
bæði manni og dýri tjón.
Hið sama má segja um
ofuráherslu á hið beislaða.
.
Seinni tíma draumfræðingar
leggja áherslu á samhengi
draumsins og þá tilfinningu
sem fylgir honum og tengslin
sem dreymandinn hefur
við tiltekin dýr í lifanda lífi.

Og þá samsvörun
við líf og líðan sem
dreymandi getur fundið.


Dreymi ykkur vel
á ári Hestsins!



*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171  172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA