Forsíđa   

 01.06.2014
 Á Sjómannadag: draumurinn ljúfi dularspaki



Gleðilega hátíð
sjómenn nær og fjær!

Hafið  minnir á
dulardjúp sálarinnar og
er í táknfræðum talið
nátengt móðureðli
tilverunnar; vekur
tilfinningar fyrir ferðum
og ævintýrum en líka
óendanleika og eilífð.

  Virðingin er gjarnan
óttablandin fyrir þessari
magnþrungnu hringrás
sköpunar og dauða
sem birtir síbreytileg
blæbrigði veðurs,
vinda og strauma,
allt frá dúnalogni
til illviðris.

Ekki að undra að
hafið sé vel þekkt
tákn í draumreynslu
og draumtrú Íslendinga
bæði fyrir afla og veðri.
Við eigum jú hafinu
afkomu okkar og tilvist
mikið að þakka hér
á Norðurslóðum.
Minnir á að ganga vel
um Náttúruna og
auðlindir hennar,
sjálfa lífsbjörgina.

Margur hefur hrifist af
hrikaleika og dulúðugri
fegurð Hornbjargsins í
iðu daganna á tímum
sjóferða og sjómennsku
þegar máttarvöldin sýna
sitt magnaða sjónarspil.

Eftirfarandi ljóð
um Hornbjarg orti
Þorsteinn Gíslason,
(1867-1938) skáld, ritstjóri
og þýðandi og mikill
hvatamaður að stofnun
háskóla á Íslandi:


Aððeins þegar sumarsólin
svona fögur kveld
inn til vætta hafs og hamra
himins sendir eld,
opnast hallir huldu-þjóða,
heimar, þar sem vögguljóða
draumnum ljúfa dularspaka,
dánir yfir vaka.



*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170  171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA