| 
 
 
 Geymd minninga og endurröðun þeirra er
 nú talið ferli sem fer
 að stórum hluta
 fram í draumsvefni.
 
 Úrvinnsla minninga
 skiptir miklu máli fyrir
 heilbrigði sálarlífsins
 og daglega aðlögun.
 
 Iðulega kemur fram í
 sálfræðimeðferð að fólk
 á enn eftir að vinna úr
 erfiðum og traumatískum
 atburðum og lífsreynslu;
 það lifir krísuna alla daga.
 Vinna úr áföllum í stað
 þess að endurlifa þau.
 Endurrraða í minni,
 setja í samhengi í
 tímalínu, heilda að
 því sem fyrir er.
 Gera að fortíð og fá
 lifað í nýju streymi,
 sjá fyrir sér nýja
 framtíð og drauma.
 
 Að vinna í minningum
 ævidaga og lífshlaups,
 margbreytileika reynslu
 og upplifana, má likja
 við ferðalag sem opnar
 á uppsprettur vitundar.
 Líkt og ferðalag um
 land og náttúru opnar
 á ákveðið streymi í
 sögu og minningum.
 
 Íslensk þjóð þarf á því
 að halda nú á 70 ára
 afmæli lýðveldis að vinna
 úr reynslu Hrunsins,
 endurmeta gildin,
 leita í fjársjóð
 sögu og minninga,
 vekja draum um land.
 
 Eða, eins og skáldkonan
 Ingunn Snædal,
 kemst svo vel að orði
 í vegaljóðum sínum
 í bókinni Í fjarveru tjráa
 frá hrunárinu 2008:
 
 
 íslenskt landslag
 að hálfu leyti himinn
 
 hinn helmingurinn
 minning.
 
 
 *
 
 
 
 
 
 |