Nú um stundir eru
töfrastundir Móður
Náttúru í algleymi.
Sumarsólstöður
nýafstaðnar og
Jónsmessa í dag.
Á Jónsmessunótt eru
dularáhrifn hvað
mögnuðust: sitja
skal á krossgötum
og spá í líf og tíma,
framtíð, nútíð og fortíð,
heyra kýr tala,
velta sér upp úr
heilandi dögginni,
dreyma merka drauma
og láta óskir rætast...
Leiðir hugann að
kyngimagni goðsagna
í menningararfleifð okkar
og orkumögnun þeirra
í sál og sinni.
Iðulega samfléttað
tímamótum og
streymi í náttúrunni.
Fornsögurnar eru
að ná vinsældum
í nútímanum
og er það vel.
En að baki þeirra
er heillandi
hugmyndaheimur
og margslungin
heimsmynd fornmanna.
Sem dæmi um þennan
endurvakta áhuga á
fornsögum og fortíð,
eru sjónvarpsþættir
History Channel um
forfeður vora, víkingana,
lífsstíl þeirra og ránsferðir,
sögulegan framgang
og mögnuð trúarbrögð.
Þættrinir sem nú eru
sýndir á RÚV heita
einfaldlega The Vikings
og segja söguna af
Ragnari loðbrók,
fjölskyldu hans og
köppum, höfðingjaerjum,
vadatafli og strandhöggum.
Er frásögn af Ragnari
í Völsungasögu
höfð til hliðsjónar.
Það sem vekur hvað
mesta athygli eru hin
góðu skil sem þættinir
gera á heimsmynd
og trúarheimi víkinga
- með áherslu á dauðann
og líf eftir dauðann -
og mótum tveggja heima,
heiðni og kristni, og
þeirri deiglu sem af hlýst.
Má segja að slík
efnistök séu einsdæmi
á hvíta tjaldinu þegar
þetta söguefni er
annars vegar.
Er orkumögnunin og
dulúðin að ógleymdum
hrikaleikanum í lýsingum
á forneskjulegum
minnum og mýtum,
goðum, goðastöðum,
blótum, draumum,
sjáendum, forspám
og fyrirboðum,
(hvað þá lýsingar af
sjálfum Ragnarökum),
með hreinum ólíkindum.
En margt er jú skylt
þegar að er gáð og
sumt hefur haldist
óslitið í gegnum aldirnar
s.s. sterk trú Íslendinga
á mikilvægi drauma
og á líf eftir dauðann
þó heimsmynd breytist.
Nýr en forn kraftur
að brjóta sér leið
til endurnýjunar og
nýsköpunar í
stöðnuðum heimi?
Einn af feðrum
sálfræðinnar á
Vesturlöndum,
Sigmund Freud,
taldi goðsögurnar,
mýturnar og
draumana mikilvæga
til endursköpunar
vilja og krafts fyrir
samfélag og einstakling.
Hafa æ fleiri tekið
í sama streng:
"Myths are the dreams
of the race.
Dreams are the myths
of the individual."
*
|