Merkilegt hve hin forna, reglufasta
og fagra tunga Indverja, sanskrít,
nær nú eyrum manna um víða veröld.
Innan tölvumálvísinda telja margir
sanskrít ákjósanlegasta forritunarmálið.
Eitt fyrsta sanskrítarorðið til að skera í gegn
í tölvuheimum var orðið Avatar.
Notað um líkamninga eins og t.d.
í tölvuleikjum og sýndarveruleika.
En Avatar er upphaflega tákn
hins eilífa andlega meistara
og frelsara í fornum fræðum Indverja,
sem lætur sig málefni
Jarðarbúa varða og kýs að helga sig
þjónustu við mannkynið.
Nú hefur Avatar,
kvikmynd kanadísk/skoska
Balquhidderættaða leikstjórans
James Cameron um Na´vil kynþáttinn,
sem lifir í sátt og samræmi
við lögmál Náttúrunnar
og Alheimsmóðurina (Eywu),
slegið öll aðsóknarmet,
raunar orðin
tekjuhæsta mynd allra tíma
með aðra mynd Camerons,
Titanic, fast á hælana.
Gullfalleg tónlistin
í báðum myndunum
eftir James Horner hinn bandaríska.
En Avatar er líka að brjóta sér leið
á sviði ritunar og fræða
með sí aukinni kynningu
hér á Vesturlöndum
á hinum fornu Vedafræðum
- sálfræðum - Indverja
en í þeim er m.a.
að finna kortlagningu
á vitundarsviðum mannsins
og fróðleik um draumvitund
og draumheim.
Kanadíski fræðimaðurinn
Jeffrey Armstorng sendi nýlega
frá sér bókina
Spiritual Teachings of the Avatar
þar sem hann fjallar
á skýran hátt um Vedafræðin
og þrískiptingu mannlegrar veru
skv. þeim í holdlegan líkama,
draumlíkama og andlegan líkama.
Leggur út frá sanskrítar kveðjunni,
Namaste, (I see you);
þeim sið að heilsa/hylla
innstu sál - atma hvers og eins,
sem jafnframt er
hluti alheimssálarinnar.
En um það fjallar einmitt titillag
Avatar myndar Camerons, I see you:
I see you walking through a dream I see you My light in darkness breaking hope of new life Now I live through you and you through me Enchanting I pray in my heart that this dream never ends...
'
|