Vatnajökulsþjóðgarður er
allt frá fornu fari útskorinn
af þjóðleiðum í allar áttir
og í honum mætast
tengibrautir fjórðunganna.
Hann er miðja Íslands;
þjóðbraut eða Highway.
Og það merkilega er að
þrátt fyrir erfiða yfirferð víða,
þá hafa landsmenn
verið ótrúlega seigir að fara
þessar þjóðgötur og -leiðir
frá fyrstu öldum byggðar.
Það þarf sérstakt hugarfar:
æðruleysi og slatta
af kæruleysi með
dassi af fyrirhyggju
ásamt von í hjarta og
trú á fyrirheit og drauma
til þess að bjóða slíkri
hávegaferð byrginn.
Eða eins og segir í
Higway söngtexta hljóm-
sveitarinnar Moody Blues:
Nothing is serious to me
I live for what will be (listen to me)
I can always be a dreamer
So trust your heart.
Eftir sumum hinna
fornu þjóðleiða
milli landshlutanna,
ferðuðust ferðalangarnir
Grímur og Bárður,
(sem Grímsvötn og
Bárðarbunga eru
nefnd eftir í Vatnajökli),
á vit drauma sinna,
ævintýra og vona.
Í ægifögrum og oft
á tíðum hrikalegum
þjóðgarðinum búa
samkvæmt eldri sögnum
líka ýmsar verur og vættir;
dýr, steinar og jurtir,
að ógleymdu vatninu
eiga þar og sína sögu.
Það eru einmitt oft draumar
af dýrum, vatni og gróðri
sem segja okkur til um
hræringar og umbreytingar
í hinni skapandi náttúru.
Eftirfarandi draum
dreymdi einn aðstandenda
Skuggsjár nýverið.
En dreymandinn hafði
verið á ferð um Austur-
Vatnajökulssvæðið og Fjöllin
fimmtudaginn 14. ágúst;
rúmum sólarhring síðar
hófust jarðhræringar
í Vatnajökli sem enn
standa yfir og sér ekki
fyrir endann á.
Veður var heiðskírt
og íðilfagurt á
fimmtudeginum
með einstaka
útsýn til Snæfells,
Herðubreiðar og
Norðausturhluta
jökulsvæðisins.
Mögulega gæti
draumurinn tengst
yfirstandandi hræringum
í Vatnajökli og berg-
ganginum sem þar
hefur verið að myndast,
taka umbreytingum
og stækka, og landi
sem jafnframt færist til:
Aðfararnótt 20. ágúst sl.
dreymdi mig að ég væri
ásamt fleirum að reka
mjög fallegar hvítar
lambær í stórum hópi.
Þær voru áberandi
hreinhvítar, vel haldnar
og eins lömb þeirra.
Við rákum féð að
stórum úthöggnum
skála úr steini og þegar
hópurinn fór þar inn,
þá er mér litið betur
á fætur þeirra og
voru þær rauðar að sjá,
ljósrauðar neðst.
Mér brá við þessa sýn
og þegar inn kom fór ég
að athuga með fæturnar
en bæði kindurnar og lömbin
voru hin rólegustu og virtist
ekki kenna til undan þessu.
Og blóðið var bara
kyrrt á fótunum,
lak ekki niður.
Þegar hér var komið,
fer ég að litast betur
um inni í skálanum.
Þar ofar og innar sé
ég þá hvar tveir stæltir
og áberandi stórir
gæðingar standa
og voru þeir
dökkgrámosóttir að lit.
Þarna inni er allt hljótt
og snyrtilegt og
svargrátt í hólf og gólf
í mikilli hvelfingu.
Hestarnir líta þá báðir
til hliðar og stendur þar
þá folald í svipuðum lit
en þó öllu ljósara.
Þegar ég tek að virða
folaldið fyrir mér er líkt
og það taki að vaxa
fyrir framan mig og
umbreytast í tryppi.
Og allt í einu sé ég að
stór hluti húðarinnar
sem snýr að mér hefur
rifnað af og hangir niður
og er ný að vaxa undir.
En tryppið virtist ekki
kenna sér neins meins;
var bara ánægt með
sig hjá foreldrunum.
Við það vaknaði
ég í forundran.
*
|