Forsíđa   

 24.09.2010
 Jafndćgur á hausti - og hreyfingin í lífsrýminu



Jafndægur á hausti í gær og
kvöldhiminn yfir landinu víða fádæma skír
og stjörnubjartur; fullur uppskerumáni.
Júpiter stór og skær og nálægur jörðu.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð - RIFF - hafin í Reykjavík.
Ýmsar merkar heimildamyndir teknar til sýningar,
eins og ný mynd skoska leikstjórans Amy Hardie,
sem gerist á mörkum draums og vöku,
The Edge of Dreaming.

Segir frá ungri konu í nútíma efa - og efnishyggju,
sem gleymir draumum sínum jafnóðum
en fær svo allt í einu vitrunardraum
af hestinum sínum: að hann deyi.
Vaknar upp og fer út og finnur hann látinn.
Næst dreymir hana sjálfa sig deyja...
Myndin er sýnd næstu daga í Bíó Paradís.

Kannski dreymir okkur allan sólarhringinn
en finnum minna fyrir því dreymi í vökunni
vegna hávaða egósins og vökuvitundarinnar
eins og Jung ofl. kennismiðir hafa velt fyrir sér.

Í mannfræðinni er talað um ákveðnar þjóðir
sem draummenningarþjóðir og
þannig myndi íslensk þjóð flokkast.

Sumar slíkar þjóðir og kynþættir,
s.s. Ong Indíánar í Delaware BNA,
tala um vökuvitund  og draumvitund
sem ólík en jafnrétthá
vitundarstig í lífsrýminu; sem:

hreyfingu í lífsrými -
movement in life space
.



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254  255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA