Það er svokallaður Pi-dagur
í dag til heiðurs hinum forna
stærðfræðifasta pi, hinu óræða
og óáþreifanlega broti hringferils.
En fyrstu tölugildi Pi eru 3.14159.
Á yfirstandandi ári 2015,
hittist svo á að dagsetningin
14.03.15, eða eins og hún
er gjarnan skrifuð á ensku,
3/14/15, felur í sér fyrstu
tölugildi Pi. (Upp úr kl. 9
og aftur að kvöldi).
Merkilegt nokk:
Pi er 3.14159.
Dagurinn gengur líka undir
nafninu Pie dagur því þannig
er Pi borið fram á enskri tungu.
Leikur að orðum.
Margir baka sitt eftirlætis pie
þennan dag og eta sitt pi;
prýðisgóður siður.
Þessi dagur 14.03. er jafnframt
fæðingardagur Alberts Einsteins,
höfundar afstæðiskenningarinnar,
sem hann setti fram með
jöfnunni E=MC2.
Í hinni svokölluðu
takmörkuðu afstæðiskenningu,
er talað um að massi hluta
fari eftir hraða þeirra.
En aðspurður kvaðst Einstein
hafa dreymt fyrir kenningunni.
Nútíma vísindaheimspeki á
honum einnig margt að
þakka fyrir mystíska sýn hans
á leyndardóma lífs og alheims
en Einstein lagði áherslu
á einingu alls lífs.
Var draumurinn Einsteins
á þá leið, að:
Honum fannst hann vera
að þeytast niður fjall
og eftir því sem hraðinn jókst,
þá varð hann þess var að stjörnur
himinhvolfsins fóru að taka á sig
breytta ásýnd um leið og hann tók
að nálgast hraða ljóssins.
Hin sígilda kvikmynd
Aftur til framtíðar -
Back to the Future,
frá árinu 1985, í leikstjórn
Roberts Zemicks og í
framleiðslu Steven Spielberg,
sem er sýnd á RÚV í kvöld,
leikur með þetta merka samspil
tíma og hraða þar sem fjallað er
um tímaferðalag og tímaflakk;
þegar orka og efni eru í
jafnvægi og geta gengið
inn í veru hvors annars.
Njótið góðrar myndar
yfir ykkar eftirlætispie (pæ).
Ekki verra að leggja sér
stærðfræði pi til munns
og láta sig dreyma um
óendanlega möguleika
tíma og rúms og þekktra
sem óþekktra vídda
í alheimstilvistinni.
*
|