Til hamningju með daginn
og 100 ára afmæli
kosningaréttar kvenna!
Draumurinn um
aukin kvenréttindi,
bættan heim og
betri tíð fyrir alla,
á sér sterkar rætur í
íslenskri kvennamenningu
í sveiitum landsins.
Svo sérkennlega
hefur lífið raðað
upp stórum áföngum
í kvennabaráttunni á
19. öld og á fyrri hluta
þeirrar tuttugustu,
að margir þeir
kvenskörungar sem
mörkuðu brautina,
voru húnvetnskar
stórhuga bændadætur.
Sem hrifu aðrar konur
með sér hvaðanæva.
Konur eins og Vatnsdælingarnir
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
og Halldóra Bjarnadóttir
og Björg C. Þorláksson
frá Vesturhópshólum.
En Bríet var lengst af
alin upp á Bövarshólum
í Vestur-Hópi.
Þær voru allar fæddar
eftir miðja 18. öld í
þessum fögru og
gróðursælu húnvetnsku
sveitum hvar sauðkindin
hefur um aldir verið bústólpi.
.
Ólíkir en sterkir persóuleikar
og marksæknar eftir því.
Allar lögðu þær sinn skerf til
menntunar barna og kvenna,
aukinna kven- og lýðréttinda
og jafnræðis kynjanna og
til æðri vísinda og mennta
sem við njótum góðs af
enn í dag en áfram skal haldið..
Bríet bauð sig fyrst
kvenna fram til Alþingis
eftir að konur fengu
kosningarétt 19. júní 1915.
Halldóra varð fyrsti
kvenskólastjóri
íslensks barnaskóla
og Björg varð fyrsti
íslenski kvendoktororinn.
Draumurinn skiptir máli:
draumurinn um betri daga
er driffjöður góðra verka.
Í Draumvísu sinni frá 1999,
kveður hinn kunni píanókennari,
Elín Jónsdóttir Dungal
um drauminn um næsta dag:
Brugðinn næturblundurinn
blessaður hvíldargjafinn
þér til dýrðar drottinn minn,
er dagur aftur hafinn.
Við biðjum æ um betri dag
bjarta ævi og glæsta
en eigum þennan dag í dag
og drauminn um þann næsta.
*
|