Forsíđa   

 20.08.2015
 Mátturinn: draumar og raunvera/óraunvera í Stjörnustríđi



Nú standa yfir í London
hjá Secret Cinema
sýningar á vinsælu
stjörnustríðsmyndinni,
The Empire strikes Back,
sem frumsýnd var 1980
í leikstjórn Irvin Kershner.
Sjá nánar á
www.secretcinema.org
(En nú er unnið að gerð 3ja
nýrra Stjörnustríðsmynda).


Þetta merka fyrirbæri,
Secret Cinema, hóf að
sviðssetja kvikmyndir
og búa til gagnvirkt
flæði í tilbúnum heimi
sem áhorfandinn er
beinn þátttakandi í,
- oft íklæddur búningi
uppáhalds persónu -
þegar árið 2007.


Oftar en ekki hefur
 Secret Cinema tekið til
leiksköpunar kvikmyndir
sem hafa sambandið við
aðrar víddir, alheim
og himingeim sem
meginþema og baráttu
góðs og ills; leitina að
merkingarbæru lífi.
Þessi leit er gjarnan
óvissuferð sem reynir
á mörk vitundarinnar.


Dæmi um kvikmyndir sem
teknar hafa verið til sýningar
eru Blade Runner, Brazil,
Back to the Future I og
nú síðast Star Wars Episode V:
The Empire Strikes Back.
En sýningar á þeirri síðasttöldu,
munu standa yfir út september.
Nú má sjá auglýsingar um
sýninguna á stætisvögunm
í London þar sem yfirskriftin er:
Defeat the Empire,
Join the Rebellion.


Í myndinni segir m.a. af því
þegar Logi geimgengill
 er sendur í læri hjá
Jedimeistarnum Yoda á
yfirgefnu plánetunni Dagobah
til þess að læra um the Force;
læra að beisla Máttinn.
Hann er sendur á mörk
raunveru og óraunveru...
Og hefur á orði þegar
hann kemur þangað:
er þetta draumur;
er ég að missa vitið?


Nope!
Hlutirnir eru ekki
eins sjálfgefnir
og Logi heldur,
sbr. eftirfarandi samtal
milli hans og Yoda:


All right,
I´ll give it a try..

No. Try not.
Do... or do not.
There is no try.



*




Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138  139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA