Sagan kennir okkur að Indverjar
búi yfir elstu lýðræðishefð og menningu
sem fyrirfinnst á byggðu bóli.
Draumtrú er víða sterk hjá Indverjum
og sér hennar strax stað í Vedafræðunum
og elstu trúarritum þeirra
eins og Upanishödum og Púrönum.
Þegar að er gáð er sumt keimlíkt
í draumtrú Indverja og Íslendinga.
Trúin á fjarsýni, breytt vitundarástand
og önnur tilverusvið er sterk
og á samband við látna og sálir
eða verur í öðrum víddum
í gegnum drauma og sálfarir.
Síðustu tvo áratugi hefur
indversk draumtrú og draumamenning
verið talsvert rannsökuð og þá einkum
út frá Hindúasið og Búddasið.
Nú stendur fyrir dyrum samstarf Skuggsjár við
indverska rannsakendur á þessu sviði
með möguleika á samanburðarrannsóknum.
Indverjar eiga sér orðtakið að sjá drauma.
Í daglegu tali er sagt: ég sá draum í nótt,
í staðinn fyrir hið heðfbundna orðfæri
Vesturlandabúa: mig dreymdi draum í nótt.
Trúin á aðra heima og á hæfnina
til að sjá inn í aðra heima í vöku eða svefni
er þeim í blóð borin og ber uppi
hið menningarlega og trúarlega samhengi.
Í gömlu íslensku máli kemur fyrir orðtakið
að sjá í jörð og á, og getur sú gáfa
virkjast ýmist í vöku eða svefni
og felur í sér fjarsýni til
að sjá ekki síður fjarlæga hluti
en nálæga á þeim tíma
sem þeir verða.
Hliðstæð þessu er gáfa til
að sjá í gegnum holt og hæðir.
Sjá nánar undir tengli spurt og svarað
um þessi orðtök og dæmi um drauma í
íslenskri þjóðtrú þar sem komið er inn á
sambandið við aðrar verur og heima.
Nánar verður sagt frá samstarfinu
við Indland hér síðar á vefsetrinu.
En Indland opnar sendiráð á Íslandi
þann 1. september nk. 01/09/10.
'
|