Jólin eru minni
ljóss og sakleysis
sólu fáða töfraheima.
Og jólin eru minni
sáluhjálpar og
endurlausnar í
faðmi náttúrunnar;
frelsari lagður í jötu.
Til forna tíðkaðist
átrúnaður á staði í
náttúru og mannheimi
sem veittu sannan
frið og sáluhjálp.
Þessi trú fór iðulega
saman með nándinni
við þau dýr sem gáfu
lífsbjörgina og var
blessuð kýrin þar
fremst í flokki.
Í hinni fornu nautstrú
var kýrin heilög.
Og því var hennar
staður, fjósið, staður
til að fá sáluhjálp á!
FJölmörg örnefni
víða um landið
sýna þessa virðingu
fyrir mikilvægi og
helgi nautgripa
- öxna - til viðgangs
mannlegu samfélagi.
Var hólminn í Öxará
á Þingvöllum t.a.m.
álitinn helgur staður.
Í litlu svefnljóði
Knúts Þorsteinssonar
frá árinu 1972,
er kveðið um svefn og
drauma og hina ljúfu
næturhvíld saklauss
ungviðis og verndarskyldu
hinna fulloðrnu:
Engar vofur húms og harma
hvílu þína kringum sveima.
Sæl þú gistir svefns á vængjum
sólu fáða töfraheima.
Gleðilegar jólatíðir
undir fullu Jóladagstungli
á 13 tungla ári.
Sjaldséð og blikar
undurfagurt á
bládimmum ljóshimni.
*
|