Með birtunni kemur
aukinn tærleiki
í sál og sinni;
berir draumar sem
mönnum ganga
nú um stundir,
minna á að ekki er
allt fyrirsjáanlegt,
að fullu útskýranlegt,
eða útreiknanlegt;
það að deyða drauma
gæti allt eins orðið
veruleiki í því firrta
veraldarvafstri sem ríkir
um heimsbyggð alla.
Náttúran er smám
saman að taka við sér,
lætur ekki að sér hæða
frekar en fyrri daginn.
Góan á næsta leiti.
Og vonir og draumar
hafa enn sem áður,
fleytt mörgum í
gegnum svartasta
skammdegismyrkrið.
Draumurinn um betri tíð,
draumur um von og trú
og órofa tengsl við
Móður Jörð, aðrar verur,
landið, tunguna, söguna...
Að láta sig dreyma
um heima og geima
á vængjum hugarflugsins
jafnt í svefni sem vöku,
er öllum í blóð borið
og dýrmætur hluti eðlilegs
vaxtar- og þroskaferils.
Dýrðlegt er yndi draumsins
jafnvel þó hann
deyi sem ljós í vindi,
kvað góðskáldið
og rithöfundurinn
Jón Thoroddsen,
(1818-1867), í
ljóði sínu Draumur.
Sem sat síðustu æviárin
sem sýslumaður
Borgfirðinga á
hinu forna höfuðbóli
Leirá í Leirársveit.
En Jón var höfundur fyrstu
íslensku skáldsögunnar
rmeð nútímasniði
- rituð í anda rómantíkur
en undir raun-
sönnum áhrifum -
PIltur og stúlka sem
út kom árið1850
(og Maður og kona
sem gefin var út
að honum látnum).
Lýsingar Jóns á
náttúrunni eru
einstaklega lifandi
og lýsa næmleika
á tengslum alls lífs.
Enda alinn upp við
stórbrotna náttúru
þeirrar gjöfulu matar-
kistu, Breiðafjarðar.
Fæddur á Reykhólum
og eyddi síðan
ævidögunum áfram
á Vesturlandinu, m.a.
í Flatey og undir lokin
á Leirá, einni af öndvegis-
jörðum Borgarfjarðar:
Þú mikli myndasmiður,
sem myndar undraher
og út um alla geima
með önd í gandreið fer,
draumur kær, dýrðlegt er þitt yndi,
draumur kær, er deyr sem ljós í vindi,
draumur kær.
*
|