Forsíđa   

 27.03.2016
 Páskar: ţyrnikórónan og blómstrandi stafur lífsins



Hringrás lífs og dauða,
hnignunar og upprisu,
birtist vel í lífsferli trjáa.
Árhringir þeirra sýna
rás tímans; sum tré eru
hundruðir ára gömul.
Aldnar og vitrar lífverur
  og geta um margt vitnað.


Tré hafa líka ferðast víða
eins og sjá má af sögu
grátvíðisins - weeping willow -
 sem barst eftir þeirri frægu
verslunarleið, Silkileiðinni,
til Miðausturlanda og Evrópu
frá Austurlöndum fjær.


 Grátvíðirinn sem
óx villtur í Jórdaniu,
tengist gjarnan sögnum
af Kristi og píslum hans
svo og lærisveini hans,
 Jósef af Arímaþeu.
Sem lagði meistara sinn
eftir krossfestinguna
til hinstu hvílu í tilhöggna
gröf umvafinn fínofnum
 líkklæðum. Hvaðan
Kristur reis upp til himna
á fyrsta degi Páska.


Hver hann var þessi
dularfulli lærisveinn Krists,
er mönnum enn hulið.
En hann var álitinn
í ættboga meistarans.
Ríkur kaupmaður í
æðsta ráði Gyðinga
sem efnast hafði á
verslun með málma,
mögulega frá Englandi.
Vitað er að merkar kopar-
námur voru (og eru)
 í Cornwall og fágætar
blýnámur í Somerset.


Jósef er líka kenndur við
 hinn blómstrandi staf
lífsins
í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu.


Stafinn - upphaflega
talinn sproti úr
þyrnikórón
u Krists -,
hafði hann með sér
til Somerset á fyrstu öld
 til að sinna verslun og
boða kristni á Englandi
og stofna fyrsta klaustrið
á fögrum grundum
Somerset í hinni fornu
verslunarborg, Glastonbury.


Þegar göngustafur Jósefs
snart enska moldu, óx þar
upp blómstrandi þyrnirunni
í nágrenni hinnar sígrænu og
dulmögnuðu klettahæðar
Tor
sem stundum er
nefnd Hjarta Englands
vegna landfræðilegrar
og kosmískrar legu;
svokallaðra leylína,
og andlegs mikilvægis.
(En Glastonbury Tor er ýmist
  talin úr leir eða jafnvel gleri!
Var hún kannski áður eyjan
 Avalon, hlið milli heima?
Vitað er að allt fram á 4. öld,
var Tor umlukin vatni).


Líta má á Jósef sem staf lífsins
í merkingunni að vera
  fyrsti meiður göfugs ættartrés,
eða eins og sagnir herma,
 ættfaðir Arthúrs konungs.
  Og jafnframt sá sem kom
með hinn heilaga kaleik
- hinn helga Gral -
 til Bretlands og gróf í Tor;
tók þá að spretta fram
brunnvatn sem lýsir af
og gengur undir nafninu
Kaleiksbrunnur - Chalice Well.


Margir upplifa mikið
skírdreymi - lucid dreaming -
í nágrenni Tor og Chalice Well.
Enn aðrir nota sefjun líkt
og í musterunum til forna,
til drauma og að tengjast
betur heilun og visku Jarðar
og þeim leyndardómum
 sem hún geymir á
þessum merku slóðum.


Kaleikurinn var notaður
við helga kvöldmáltíð
 Skírdagsins og síðar til
að safna blóði og svita
Krists við krossfestinguna.
Kaleikurinn - Gralinn -
var það dýrmæti sem
Arthúr konungur og
 riddarar hringborðsins
leituðu svo ákaft.
Gral hins helga blóðs...


Já, margt er á huldu með
þennan merka lærisvein.
Og ef til vill hafði Kristur
sjálfur verið með Jósef í
ferðum á Bretlandseyjum
 sem barn og unglingur?
Um þann möguleika orti
William Blake, (1757-1827),
í frægu ljóði sínu Jerúsalem:



And did those feet in ancient time,
walk upon England´s mountain green?
And was the holy lamb of God
On England´s pleasant pastures seen?




*




 



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121  122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA