Klárlega er margt að
gerast í Kashi, borg
ljósa, á bökkum helgrar
Ganges ár. Og menning
árþúsunda að lifna við
eins og fram hefur komið
í síðustu fréttapistlunum
hér á vefsetri Skuggsjár.
Indland er sannarlega
að rísa úr öskustó
aldanna sem hleypir
nýjum þrótti í indverska
þjóðarsál og menningu;
trúlegt að heimssöguna
þurfi að endurskrifa.
Fornminjar enduheimtar,
og jörðin virðist um það
bil að birta leyndardóma
sína í draumi og vöku...
Nýlega voru Indverjum
afhentar vel yfir 200
endurheimtar fornminjar
í Washintgton borg, sumar
árþúsunda gamlar, eins og
stytta af guðinum Ganesha,
sem rænt hafði verið ásamt
fleiri ómetanlegum munum og
fluttar í heimildaleysi til BNA.
Þá berjast Indverjar nú fyrir
heimflutningi fleiri fonminja
eins og margra af frægustu
demöntum heims. En allt
fram á 18. öld, komu þeir
margir frá einni og sömu
námunni, Golconda,
nálægt Hyderabad,
hér áður ein helsta perlu-
og demantaborg Indlands
en í dag mikil tækniborg í
fylkjunum Andhra Pradesh og
Telangana á Suður-Indlandi.
.
Raunar komu demantar
til Evrópu lengi vel nær
eingöngu frá Indlandi,
eða þar til námurnar
höfðu verið þurrausnar
vegna ágangs og grægi.
Það var ekki fyrr en snemma
á 18. öd, sem námuvinnsla
hófst í demantanámum
Brasilíu og Suður-Afríku,
og til varð það landslag
í þessum efnum sem
þekkt er í nútímanum.
Nýlega hafa verið birtir
draumar sjáenda og
helgra manna um magn
gulls grafið í jörðu í Uttar
Pradesh - U.P. - sem er eitt
fátækasta fylki Indlands
í norðausturhluta landsins
hvar borgin Kashi stendur.
U.P. telur um 200 milljónir.
Indverska fornleifastofnunin
hefur þegar hafið uppgröft
á þessum slóðum og
tekið mið af draumum
helgra draumsjáenda.
Ef sannir reynast, mun
gullforðinn sem upp kemur,
geta gjörbreytt stöðunni
fyrir mann og annan á
þessum merku slóðum
ævafornrar siðmenningar.
Stórir draumar eru
sjaldgæfur veruleiki
og sagðir umbreyta
þeim sem þá dreymir.
Hvort gulldraumar
sjáenda rætast eður ei,
munu vísindi og tækni
nú leiða sanninn í ljós.
*
|