Forsíđa   

 11.06.2016
 Jörđin birtir leyndardóma sína í draumi og vöku...



Klárlega er margt að
gerast í Kashi, borg
ljósa, á bökkum helgrar
Ganges ár. Og menning
árþúsunda að lifna við
eins og fram hefur komið
í síðustu fréttapistlunum
 hér á vefsetri Skuggsjár.



Indland er sannarlega
að rísa úr öskustó
aldanna sem hleypir
nýjum þrótti í indverska
þjóðarsál og menningu;
 trúlegt að heimssöguna
þurfi að endurskrifa.
Fornminjar enduheimtar,
og jörðin virðist um það
 bil að birta leyndardóma
sína í draumi og vöku...



Nýlega voru Indverjum
afhentar vel yfir 200
endurheimtar fornminjar
í Washintgton borg, sumar
 árþúsunda gamlar, eins og
stytta af guðinum Ganesha,
sem rænt hafði verið ásamt
fleiri ómetanlegum munum og
fluttar í heimildaleysi til BNA.



Þá berjast Indverjar nú fyrir
heimflutningi fleiri fonminja
eins og margra af frægustu
demöntum heims. En allt
 fram á 18. öld, komu þeir
margir frá einni og sömu
námunni, Golconda,
 nálægt Hyderabad,
hér áður ein helsta perlu-
 og demantaborg Indlands
en í dag mikil tækniborg í
 fylkjunum Andhra Pradesh og
Telangana á Suður-Indlandi.

 
.
Raunar komu demantar
 til Evrópu lengi vel nær
eingöngu frá Indlandi,
eða þar til námurnar
höfðu verið þurrausnar
vegna ágangs og grægi.
Það var ekki fyrr en snemma
á 18. öd, sem námuvinnsla
 hófst í demantanámum
 Brasilíu og Suður-Afríku,
og til varð það landslag
í þessum efnum sem
 þekkt er í nútímanum.



Nýlega hafa verið birtir
draumar sjáenda og
helgra manna um magn
gulls grafið í jörðu í Uttar
Pradesh - U.P. - sem er eitt
fátækasta fylki Indlands
í norðausturhluta landsins
hvar borgin Kashi stendur.
U.P. telur um 200 milljónir.



Indverska fornleifastofnunin
hefur þegar hafið uppgröft
á þessum slóðum og
tekið mið af draumum
helgra draumsjáenda.
Ef sannir reynast, mun
gullforðinn sem upp kemur,
geta gjörbreytt stöðunni
fyrir mann og annan á
 þessum merku slóðum
ævafornrar siðmenningar.



Stórir draumar eru
sjaldgæfur veruleiki
og sagðir umbreyta
þeim sem þá dreymir.
Hvort gulldraumar
sjáenda rætast eður ei,
munu vísindi og tækni
nú leiða sanninn í ljós.




*





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123  124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA