Þennan sautjándann
verður spurningin um
stöðu mannréttinda á
Íslandi æ áleitnari.
Í ljós hefur komið
að við erum miklir
eftirbátar annarra
Evrópuþjóða hvað
snertir innleiðingar
alþjóðlegra tilskipana,
svo sem í málefnum
fatlaðra og jöfnum
tækifærum til lífsgæða
og virkrar þátttöku
í nútímasamfélagi.
Ennfremur hefur
mannréttindafulltrúi
Evrópuráðsins sem
hér var í heimsókn á
dögunm, lýst yfir furðu
sinni á þeirri þversögn
sem hann upplifði,
að Íslendingar virðast
standa framarlega
þegar kemur að jafnrétti
og lýðræði en vera
í holtaþokunni með
stöðuna í mannréttinda-
málum og skorta vitundar-
vakningu um brýna löggjöf.
Okur og óheft rányrkja
peningavaldsins í vasa
almennings eru sár dæmi...
Já; verulega hefur skort á
drauma og framtíðarsýn
varðandi mannréttindi.
Raunverulegt samtal
þjóðarinnar og leiðtoga
hennar um þessi mál
hefur tilfinnanlega vantað.
Sem gefur falska ímynd
af ástandi þjóðmála.
Gefur tóninn á að hér sé
bara allt í stakasta lagi.
Mannréttindi á Fróni
er sannarlega verðugt
verkefni fyrir verðandi
nýjan forseta lýðveldisins,
bæði að efna til samtals
um þau og beita sér
fyrir á raunsannan hátt.
Sækja til nýs tíma
og meiri mannúðar.
*
|