Forsíđa   

 29.11.2010
 Draumtúlkanir og nýlegar draumaráđningabćkur



Nýverið kom út hjá Veröld bók
um hina ævafornu list
að lesa í táknfræði drauma,
Nýja Draumaráðningabókin

eftir Símon Jón Jóhannesson.
En Símon Jón er velkunnur af
fyrri verkum um draumaráðningar og
ennfremur ýmislegt annað
fovitnilegt innan þjóðfræðinnar.

Margar skoðanir eru á draumaráðningum
meðal lærðra og leikra
og hefur svo verið lengi.
Einkum greinir menn á um
hvort draumar geti
birt ókomna tíð og þannig
verið til viðvörunar og leiðsagnar.
Spurning er þó hvort fólk þurfi ekki
að kynna sér sjálfa táknfræðina,
sama hvaða draumkenningu
það að öðru leyti aðhyllist.

Táknfræði drauma er ævaforn
og er Daníel spámaður Gamla Testamentisins
af mörgum álitinn upphafsmaður
hennar hér á Vesturlöndum.
Til er aldagamalt draumaráðningahandrit
nefnt eftir honum, Pseudo Daniel,
sem síðari tíma draumráðningar
eru taldar byggjast á.

Skuggsjá leggur áherslu á
að kynna það nýjasta á sviðinu
og eftirláta lesendum síðan
að skapa sér sína skoðun á
inntaki ólíkra túlkana og kenninga.
Draumkenning Sigmund Freud er t.a.m.
byggð á innra sálarlífi einstaklingsins
og hvað draumar segja um það;
draumar skv. þessu eru ekki fyrirboðar
um ókomna tíð eða hluti
heldur birta þeir á líkingamáli
 óskir og þarfir dreymandans.
Og er draumtúlkun Freud
byggð á að lesa bæði í ytra byrði
drauma og dulið inntak þeirra.
Meira um það síðar.

Nýja Draumaráðningabókin er frábrugðin
eldri draumráðningabókum íslenskum
að því leyti að hún flokkar saman
í yfirflokka ýmis kunn draumþemu
út frá heildarmerkingu,
hughrifum og geðblæ þeirra
eins og veðurfar og náttúruöfl;
ferðalög og farartæki og
landslag og umhverfi.

Fylgir sem sé ekki stafrófsröð
draumtákna eins og lengst af
hefur tíðkast bæði hér og erlendis,
þ.e. að hafa öll tákn sem byrja á A
í fyrsta kafla og svo koll af kolli.

Innan tiltekinna draumþema
í Nýju Draumaráðningabókinni eru
síðan mörg algeng draumtákn túlkuð.
Dæmi um slíkar túlkanir innan
draumþemanna veðurfar og náttúruöfl
eru draumtáknin háflóð og brim.
Háflóð fyrir velgengni og
brim fyrir miklum afla (hjá sjómönnum).

Þessi þróun að vinna með drauma
út frá megindraumþemum
og síðan skoða undirflokkana,
sjálf draumtáknin og merkingu þeirra
fyrir heildarsamhengi draumsins,
er í góðu samræmi við
það sem sést hefur síðari misserin
í erlendum draumráðningabókum
frá þekktum höfundum í táknfræðum
draumreynslu og draumlífs.

Má þar helst nefna breska rithöfundinn
og þerapistann Pamelu Ball og
tímamótaverk hennar frá árinu 2008:

The Illustrated Dream Dictionary -
What dreams reveal about you and your life.

'


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250  251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA